Erlent

Hægriöfgamenn fagna sigri

Hægriöfgamenn fengu álíka mikið fylgi í fylkisþingskosningunum í Brandenborg og jafnaðarmannaflokkur Gerhards Schröder kanslara. Báðir flokkarnir fengu á milli níu og tíu prósent atkvæða samkvæmt útgönguspám. Gangi þær spár eftir hafa jafnaðarmenn beðið sinn versta ósigur í sögunni. Gott gengi öfgahægriflokka í Brandenborg og Saxlandi valda mörgum áhyggjum. "Þetta hlýtur að vera aðvörun fyrir lýðræðisflokka Þýskalands," sagði Laurenz Meyer, framkvæmdastjóri Kristilegra demókrata, sem töpuðu miklu fylgi. Flokkur lýðræðislegs sósíalisma, arftaki austurþýska kommúnistaflokksins, vann á í Brandenborg og jók fylgi sitt úr 23,3 prósentum í síðustu kosningum í 28,4 prósent nú. Hægriöfgaflokkurinn Þýsk þjóðareining fékk nær sex prósenta fylgi og tryggði sér því setu á fylkisþingi Brandenborgar næsta kjörtímabilið. Kristilegir demókratar töpuðu meirihluta sínum í Saxlandi, fóru úr 57 prósentum í 44 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×