Erlent

Nader með í Florida

Neytendafrömuðurinn Ralph Nader fær að vera með á kjörseðlum í Florida, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Demókrata til að fá hann ókjörgengann. Hæstiréttur Florida hafnaði í dag kröfum Demókrata um að Nader sé ólöglegur þar sem umbótasinnaflokkur hans sé ekki lengur alvöru flokkur. Úrskurður hæstaréttarins er mikið áfall fyrir Demókrata, sem munar um hvert atkvæði í hinu mikilvæga fylki, en Nader er einkum talinn kroppa atkvæði af Demókrötum. Til að mynda hefðu Demókratar aðeins þurft 537 atkvæði í Florida síðast þegar kosið var, en Nader fékk þá heil 97 þúsund atkvæði í fylkinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×