Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Agnar Már Másson skrifar 4. ágúst 2025 23:53 „Hvað sem við köllum það, þá er það ekki stóra málið,“ segir Þorgerður Katrín meðal annars þegar hún er spurð hvort Economist hafi haft rétt á eftir henni að hún vilji stofna íslenska leyniþjónustu. vísir/ívar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að styðja þurfi frekar við stofnanir sem sjá um öryggis- og varnamál. Hvað við köllum það, til dæmis leyniþjónustu, sé ekki stóra málið enda vilji hún ekki fara í „orðaleiki“. Þorgerður Katrín fór í viðtal hjá The Economist í júlí þar sem hún lét hafa eftir sér að hún styddi að stofnuð yrði íslensk leyniþjónusta. En í samtali við blaðamann Vísis víkur utanríkisráðherra undan því að svara beint hvort breska viðskiptablaðið hafi haft rétt eftir sér þegar fjallað var um stofnun hugsanlegrar leyniþjónustu á Íslandi. „Það sem að ég er segja, og sagði þarna, er að það er augljóst að við þurfum að byggja upp meiri þekkingu og meiri greiningargetu heldur en við höfum núna,“ segir hún innt eftir því hvort rangt væri eftir sér haft og bætir við: „Hvað sem við köllum það, þá er það ekki stóra málið.“ Styðja þurfi við Cert-Is Utanríkisráðherra segir skýrt að efla þurfi öryggisinnviði, byggja upp eigin þekkingu á öryggis- og varnarmálum, og styrkja stofnanir sem sinna öryggismálum; netöryggissveitina Cert-Is, Landhelgisgæsluna og Ríkislögreglustjóra. „Í þessari stöðu í heimsmálum þurfum við að vera fókuseruð á það sem við þurfum að gera og getum gert og við þurfum að byggja enn frekar og styðja við þær stofnanir sem eru fyrir,“ segir hún og ítrekar: „Við þurfum einfaldlega að styðja þær áfram til þess að þær geti stutt þessi öryggis- og varnarsjónarmið sem að þær gegna nú í dag og það mun ekki minnka með árunum.“ Eigi í góðu samstarfi við Bandaríkin Í kvöldfréttum Sýnar var rætt við Mörð Áslaugarson, sem er framkvæmdastjóri vefhýsingafyrirtækisins 1984 og var áður fulltrúi Pírata í stjórn Rúv, þar sem hann lýsti áhyggjum af því að íslensk stjórnsýsla sé nær öll orðin rafræn og hýst í bandarískum skýjaþjónustum. Það þýddi að bandarísk stjórnvöld gætu á grundvelli laga um þjóðaröryggi, sem sé undir núverandi Bandaríkjastjórn afar teygjanlegt hugtak, auðveldlega nálgast þau gögn. Spurð út í þetta undirstrikar Þorgerður að samstarf við Bandaríkin á sviði varnar- og öryggismála hafi verið afar gott. „En eins og ég sagði áðan, staða heimsmála er einfaldlega þannig að við verðum að geta að einhverju leyti byggt upp okkar sjálfstæða mat á því hvað við þurfum að gera til þess að tryggja öryggi okkar, varnir og það sem við þurfum ekki síst til að tryggja okkar innviði.“ Mikil vinna hafi átt sér stað þvert á flokka um öryggis- og varnarmál og Þorgerður vonar að sú vinna haldi áfram. „Þannig að menn fari nú ekki í einhverja orðaleiki núna. Þetta er bara verkefni sem við þurfum að takast á við og þetta, sem og aðrar ógnanir og fleira.“ Öryggis- og varnarmál Netöryggi Viðreisn Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir við erlendan fjölmiðil að hún styðji stofnun leyniþjónustu á Íslandi. Hún segist ekki hrædd við umræðuna um hugsanlega stofnun íslensks hers. 3. ágúst 2025 18:34 Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Það vakti athygli mína að utanríkisráðherra Íslands hefur í viðtali við The Economist lýst yfir stuðningi við stofnun leyniþjónustu á Íslandi. Vísir greindi svo frá þessu með fyrirsögninni: Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu. Það sem veldur mér ugg og furðu er notkunin á orðinu „leyniþjónusta“. Þetta er orð sem engan veginn samrýmist nútímalegri opinberri stjórnsýslu sem á að byggjast á gagnsæi og lýðræðislegri ábyrgð. 4. ágúst 2025 10:03 „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Greitt aðgengi bandarískra stjórnvalda að viðkvæmum gögnum íslenska ríkisins er mikið áhyggjuefni að mati framkvæmdastjóra eins elsta vefhýsingarfyrirtækis á Íslandi. Hann kallar eftir umræðu um málið og viðbrögðum ráðamanna, stafrænt fullveldi Íslands sé í húfi. 4. ágúst 2025 19:22 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira
Þorgerður Katrín fór í viðtal hjá The Economist í júlí þar sem hún lét hafa eftir sér að hún styddi að stofnuð yrði íslensk leyniþjónusta. En í samtali við blaðamann Vísis víkur utanríkisráðherra undan því að svara beint hvort breska viðskiptablaðið hafi haft rétt eftir sér þegar fjallað var um stofnun hugsanlegrar leyniþjónustu á Íslandi. „Það sem að ég er segja, og sagði þarna, er að það er augljóst að við þurfum að byggja upp meiri þekkingu og meiri greiningargetu heldur en við höfum núna,“ segir hún innt eftir því hvort rangt væri eftir sér haft og bætir við: „Hvað sem við köllum það, þá er það ekki stóra málið.“ Styðja þurfi við Cert-Is Utanríkisráðherra segir skýrt að efla þurfi öryggisinnviði, byggja upp eigin þekkingu á öryggis- og varnarmálum, og styrkja stofnanir sem sinna öryggismálum; netöryggissveitina Cert-Is, Landhelgisgæsluna og Ríkislögreglustjóra. „Í þessari stöðu í heimsmálum þurfum við að vera fókuseruð á það sem við þurfum að gera og getum gert og við þurfum að byggja enn frekar og styðja við þær stofnanir sem eru fyrir,“ segir hún og ítrekar: „Við þurfum einfaldlega að styðja þær áfram til þess að þær geti stutt þessi öryggis- og varnarsjónarmið sem að þær gegna nú í dag og það mun ekki minnka með árunum.“ Eigi í góðu samstarfi við Bandaríkin Í kvöldfréttum Sýnar var rætt við Mörð Áslaugarson, sem er framkvæmdastjóri vefhýsingafyrirtækisins 1984 og var áður fulltrúi Pírata í stjórn Rúv, þar sem hann lýsti áhyggjum af því að íslensk stjórnsýsla sé nær öll orðin rafræn og hýst í bandarískum skýjaþjónustum. Það þýddi að bandarísk stjórnvöld gætu á grundvelli laga um þjóðaröryggi, sem sé undir núverandi Bandaríkjastjórn afar teygjanlegt hugtak, auðveldlega nálgast þau gögn. Spurð út í þetta undirstrikar Þorgerður að samstarf við Bandaríkin á sviði varnar- og öryggismála hafi verið afar gott. „En eins og ég sagði áðan, staða heimsmála er einfaldlega þannig að við verðum að geta að einhverju leyti byggt upp okkar sjálfstæða mat á því hvað við þurfum að gera til þess að tryggja öryggi okkar, varnir og það sem við þurfum ekki síst til að tryggja okkar innviði.“ Mikil vinna hafi átt sér stað þvert á flokka um öryggis- og varnarmál og Þorgerður vonar að sú vinna haldi áfram. „Þannig að menn fari nú ekki í einhverja orðaleiki núna. Þetta er bara verkefni sem við þurfum að takast á við og þetta, sem og aðrar ógnanir og fleira.“
Öryggis- og varnarmál Netöryggi Viðreisn Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir við erlendan fjölmiðil að hún styðji stofnun leyniþjónustu á Íslandi. Hún segist ekki hrædd við umræðuna um hugsanlega stofnun íslensks hers. 3. ágúst 2025 18:34 Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Það vakti athygli mína að utanríkisráðherra Íslands hefur í viðtali við The Economist lýst yfir stuðningi við stofnun leyniþjónustu á Íslandi. Vísir greindi svo frá þessu með fyrirsögninni: Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu. Það sem veldur mér ugg og furðu er notkunin á orðinu „leyniþjónusta“. Þetta er orð sem engan veginn samrýmist nútímalegri opinberri stjórnsýslu sem á að byggjast á gagnsæi og lýðræðislegri ábyrgð. 4. ágúst 2025 10:03 „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Greitt aðgengi bandarískra stjórnvalda að viðkvæmum gögnum íslenska ríkisins er mikið áhyggjuefni að mati framkvæmdastjóra eins elsta vefhýsingarfyrirtækis á Íslandi. Hann kallar eftir umræðu um málið og viðbrögðum ráðamanna, stafrænt fullveldi Íslands sé í húfi. 4. ágúst 2025 19:22 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira
Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir við erlendan fjölmiðil að hún styðji stofnun leyniþjónustu á Íslandi. Hún segist ekki hrædd við umræðuna um hugsanlega stofnun íslensks hers. 3. ágúst 2025 18:34
Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Það vakti athygli mína að utanríkisráðherra Íslands hefur í viðtali við The Economist lýst yfir stuðningi við stofnun leyniþjónustu á Íslandi. Vísir greindi svo frá þessu með fyrirsögninni: Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu. Það sem veldur mér ugg og furðu er notkunin á orðinu „leyniþjónusta“. Þetta er orð sem engan veginn samrýmist nútímalegri opinberri stjórnsýslu sem á að byggjast á gagnsæi og lýðræðislegri ábyrgð. 4. ágúst 2025 10:03
„Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Greitt aðgengi bandarískra stjórnvalda að viðkvæmum gögnum íslenska ríkisins er mikið áhyggjuefni að mati framkvæmdastjóra eins elsta vefhýsingarfyrirtækis á Íslandi. Hann kallar eftir umræðu um málið og viðbrögðum ráðamanna, stafrænt fullveldi Íslands sé í húfi. 4. ágúst 2025 19:22