Fleiri fréttir

Flugsamgöngur til Eyja hafnar að nýju

Tvær flugvélar á vegum Flugfélags Íslands fóru fyrir fáeinum mínútum frá Reykjavík til Vestmannaeyja. Vélarnar eru ekki lent á vellinum í Vestmannaeyjum, samkvæmt upplýsingum frá Flugumsjón.

Virkt umferðareftirlit um alla helgina

Lögreglan hefur haldið uppi virku umferðareftirliti alls staðar á landinu um alla helgina. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli hefur töluvert verið um það að ökumenn hafi lagt af stað illa hvíldir eftir að hafa setið að drykkju og hafa því verið stöðvaðir fyrir ölvunarakstur.

Sleginn með flösku á Akureyri

Einn var fluttur á slysadeild eftir að hafa verið sleginn með flösku í höfuðið í miðbæ Akureyrar um þrjúleytið í nótt.

Enn ekkert flogið til Vestmannaeyja

Ekkert hefur verið flogið til Vestmannaeyja í morgun vegna þoku. Þjóðhátíð lauk í gærkvöldi með brekkusöng og flugeldum og var metþáttaka í brekkusöng.

Eldur varð laus í Biskupstungum

Eldur kviknaði í gróðurskála Laugarás í Biskupstungum. Þeir sem í húsinu vor komust út af eigin rammleik og tókst að slökkva eldinn án aðstoðar slökkviliðs. Talið er að eldurinn hafi kviknað í glóði frá grilli, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Þá féll maður af hestbaki um þrjúleytið í dag. Hann fann fyrir eymslum í baki og var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús á Selfossi.

Flogið frá Reykjavík til Vestmannaeyja

Flogið var frá Reykjavík til Vestmannaeyja nú á fimmta tímanum. Tugir manna biðu á Reykjavíkurflugvelli milli vonar og ótta þar sem líkur voru á að ekki yrði flogið vegna veðurs.

Fjölmennasta Þjóðhátíð til þessa

Gestir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eru um 3000 fleiri en síðustu ár og er þetta fjölmennasta Þjóðhátíð sem haldin hefur verið hingað til, að sögn skipuleggjenda mótsins.

Sex gistu fangageymslur á Akureyri

Fjölmenni er á útihátíðinni ein með öllu á Akureyri en þar gekk skemmtanahald vel fyrir sig að sögn lögreglu og lítið um óspektir. Sex fengu þó að gista fangageymslur vegna ölvunar.

Hafnfirðingur hótaði að sprengja sig inni í svefnherbergi

Slökkviliðið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kallað að íbúð á Kirkjuvöllum í Hafnarfirði í nótt, þar sem eldur logaði í svefnherbergi. Þegar slökkvilið kom á staðinn og hugðist slökkva eldinn hótaði konan þeim að taka gaskút sem hún hafði á svölunum hjá sér inn og sprengja sig inni.

Sextíu björgunarsveitamenn kallaðir til leitar á Suðurlandi

Björgunarsveitamenn á Suðurlandi voru kallaðar út í tvær leitir í nótt. Leitað var að hollenskum manni á miðjum aldri sem hafði lagt upp í göngu frá Landmannalaugum seinni partinn í gær og villst í þoku. Að sögn lögreglunnar var hann illa búinn.

Gera ráð fyrir að atvinnuleysi tvöfaldist

Allt útlit er fyrir að atvinnuleysi muni tvöfaldast á næstu mánuðum. Rekstrarstaða íslenskra fyrirtækja hefur snarversnað á þessu ári. Vextir hafa hækkað upp úr öllu valdi og þá hafa bankarnir nánast lokað á öll útlán vegna lánsfjárkreppunnar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Þúsund manns við brennu í Húsafelli

Mikill mannfjöldi hefur dvalið í Húsafelli nú yfir verslunarmannahelgina. Heimildarmaður Vísis á staðnum telur að nokkur þúsund manns hafi lagt leið sína í blíðuna í Húsafelli og meðal annars hafi um þúsund manns safnast saman við brennu sem haldin var í kvöld.

Bát hvolfdi nærri Bakkafjöru

Lítill Challenger hraðbátur fór á hvolf við ósa Markárfljóts nærri Bakkafjöru nú síðdegis. Tveir menn voru í bátnum og meiddust þeir báðir lítillega. Annar þeirra var fluttur með sjúkrabíl til skoðunar á slysadeild.

Eldur í gróðri við Kárastaði

Slökkvilið og lögregla frá Selfossi voru kölluð út vegna elds í gróðri í nágrenni við Kárastaði hjá Þingvöllum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var fjöldi manns kallaður til vegna eldsins en hann hafi svo reynst vera minniháttar.

Flugvél Iceland Express bilaði í Barcelona

Ein af MD 90 vélum Iceland Express flugfélagsins bilaði í Barcelona og því eru aðeins þrjár af MD 90 vélum félagsins nothæfar. Þetta hefur orsakað talsverða röskun á flugi hjá Iceland Express.

Fólskuleg líkamsárás á Þjóðhátíð

Karlmaður um tvítugt varð fyrir fólskulegri líkamsárás í Vestmannaeyjum um hálftvö leytið í nótt. Maðurinn sagðist í samtali við Vísi hafa verið að dansa við stóra sviðið þegar þrír menn hafi komið að honum. Hann hafi verið tekinn kverkataki og snúinn niður.

Um 10 þúsund manns á landsmóti UMFÍ

Ellefta unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn var sett í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Talið er að um 10 þúsund gestir séu á unglingalandsmótinu og hafa þeir aldrei verið fleiri.

Forsetinn hafði ekki samráð við ríkisstjórn um för á Ólympíuleika

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hafði ekki samráð við ríkisstjórn þegar hann ákvað að þiggja boð um að vera viðstaddur ólympíuleikana í Peking. Þetta kemur fram í viðtali við forsetann í Fréttablaðinu í dag, í tilefni af embættistöku hans í gær.

Töluverður fjöldi á Akureyri

Skemmtanahald á Akureyri, þar sem útihátíðin Ein með öllu er haldin, fór vel fram í nótt og bárust engin alvarleg mál á borð lögreglunnar. Töluverður fjöldi fólks er í bænum og var þung umferð fram á nótt, en hún gekk stórslysalaust fyrir sig. Einnig var rólegt á tjalstæðum bæjarins.

Um 12 þúsund manns á Þjóðhátíð

Mikill mannfjöldi er á þjóðhátíð í Eyjum og telur lögreglan að um tvö þúsund fleiri gestir séu í Herjólfsdal en í fyrra en þá voru þeir um tíu þúsund.

Ógnuðu fólki með golfkylfum

Tveir menn í Húsafelli urðu ósáttir vð samferðarfólk sitt í nótt, höfðu í hótunum, skölluðu fólk og ógnuðu fólki með golfkylfum. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi beittu þeir þó ekki kylfunum gegn neinum. Mennirnir voru færðir á lögreglustöð til yfirheyrslu.

Hráskinnaleikur á stjórnarheimilinu

Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, segir að í ljósi ákvörðun umhverfisráðherra að umhverfismat eigi að fara fram vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka verði ráðherra og ríkisstjórnin að skýra mál sitt gagnvart landsmönnum.

BSRB mótmæla uppsögnum á Keflavíkurflugvelli

Níu starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli hefur verið sagt upp störfum. Um er að ræða starfsmenn sem sinnt hafa vopnaleit og öryggisvörslu. „Þetta eru slæmar fréttir", sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB í tilkynningu frá bandalaginu, en hann óttast að meira kunni að vera í pípunum bæði á Keflavíkurflugvelli og jafnvel hjá öðrum lögregluembættum.

,,Fullt af unglingum sem eru að gera góða hluti"

Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands hófst fyrr í dag Þorlákshöfn og fer fram núna um verslunarmannahelgina. Þar eru samankomin ríflega 1200 ungmenni hvaðanæva af landinu á aldrinum 11 til 18 ára.

Þingmaður VG segir Geir ónauðsynlegan

Geir Haarde, forsætisráðherra, er ónauðsynlegur, að mati Árna Þórs Sigurðsson. Hann segir ástandið í ríkisstjórnarliði Geirs og þingflokki vera lítið skárra en í borgarstjórnarflokknum. ,,Hann á að fara frá völdum, hans tími er liðinn," segir Árni Þór á vefsíðu sinni.

Umferð gengur vel

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gengur umferðin vel og hingað til hefur verið stóráfallalaus. Umtalsverð umferð hefur verið frá Reykjavík í dag og í kvöld. Líkt og fyrr ár hefur mikil umferð verið um Suðurlandsveg og Vesturlandsveg.

Vefsíða gegn áfengisauglýsingum opnuð

Fyrr í dag opnuðu Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum heimasíðu þar sem gefur að líta margskonar fróðleik svo sem greinar, fréttir og dóma sem tengjast áfengisauglýsingum.

Ekki hrifinn af vinningstillögunni

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að vinningstillaga að Listaháskóla Íslands falli ekki nógu vel að götumynd Laugavegar en hann telur æskilegt þeirri mynd verði haldið. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Gríðarleg umferð um land allt

Gríðarleg umferð hefur verið á landi, legi og í lofti í dag vegna verslunarmannahelgarinnar. Umferðin hefur gengið stórslysalaust fyrir sig.

Ólafur settur í embætti í fjórða skipti

Ólafur Ragnar Grímsson sór embættiseið sem forseti Íslands í fjórða skipti í dag. Forsetinn hvatti þjóðina til bjartsýni þótt á móti blási í augnablikinu.

Þórunn: Ekki að tefja

Umhverfisráðherra þvertekur fyrir að hún sé að tefja fyrir fyrirhuguðum álversframkvæmdum á Bakka með nýlegum úrskurði um að setja framkvæmdir þeim tengdum í sameiginlegt umhverfismat. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki í hættu. Álverið muni rísa.

Þrjú bílslys í Reykjavík í dag

Þrjú tölvuert alvarleg bílslys urðu í Reykjavík í dag. Fimm voru fluttir á slysadeild, þar af einn talsvert slasaður, eftir fjögurra bíla árekstur á Hafnarfjarðarvegi rétt fyrir klukkan hálf fjögur í dag.

Útsvar Hreiðars þenur út pyngju borgarsjóðs

Hreiðar Már Sigurðsson er með lögheimili í Reykjavík sem þýðir að hann greiðir rúmlega 96 milljónir króna í útsvar til sveitarfélagsins. Verður það að teljast kærkominn upphæð í borgarsjóð Reykjavíkur.

Íslendingar bjórþyrstir um verslunarmannahelgi

Miklar annir eru nú í Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu, enda er vikan fyrir verslunarmannahelgi ein annasamasta vika ársins í verslununum, að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR.

Sjá næstu 50 fréttir