Innlent

Fjölmennasta Þjóðhátíð til þessa

Gestir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eru um 3000 fleiri en síðustu ár og er þetta fjölmennasta Þjóðhátíð sem haldin hefur verið hingað til, að sögn skipuleggjenda mótsins. Lögreglan segir að þrátt fyrir þennan mikla fjölda hafi engin alvarleg mál komið á sitt borð. Ellefu fíkniefnamál hafi komið upp það sem af er hátíðinni.

Í dag er súld og ekkert hefur verið flogið frá Bakka, en þar höfðu 350 manns átt pantað flug, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Hins vegar hafi verið flogið frá Reykjavík í dag. Þá fari talsverður fjöldi fólks með Herjólfi til Vestmannaeyja síðdegis og því megi búast við að fólki fjölgi í Herjólfsdal í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×