Innlent

Útsvar Hreiðars þenur út pyngju borgarsjóðs

Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings.
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. MYND/GVA

Eins og komið hefur fram á Vísi í dag bar forstjóri Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, höfuð og herðar yfir aðra Íslendinga hvað varðar tekjur á árinu 2007.

Hreiðar Már Sigurðsson er með lögheimili í Reykjavík sem þýðir að hann greiðir rúmlega 96 milljónir króna í útsvar til sveitarfélagsins. Verður það að teljast kærkominn upphæð í borgarsjóð Reykjavíkur.

En fyrir rúmlega 96 milljónir getur Reykjavíkurborg:

- Aukið framlög sín til einkarekinna leikskóla um 150%.

- Gefið 342.857 sinnum frítt í strætó.

- Greitt fyrir laun Jakobs Frímanns Magnússonar í starfi framkvæmdastjóra miðborgarinnar í rúmlega 111 mánuði.

- Verið með vel yfir tvö hundruð leiðbeinendur hjá Vinnuskólanum í Reykjavík á launum yfir þrjá mánuði á sumrin.

- Leyft rúmlega 450 börnum að vera frítt á frístundaheimili, fimm daga vikunnar í 25 vikur.

- Haft þrjá borgarstjóra á biðlaunum rúm tvö ár.

-Aukið framlög í Talíu-loftbrú, alþjóðlegan tengslasjóð fyrir listamenn Félags íslenskra leikara, um 300%

- Niðurfellt þjónustugjald fyrir hátt í fjögur hundruð manns í Þorraseli í heilt ár.








Tengdar fréttir

Hreiðar Már þénaði 62 milljónir á mánuði í fyrra

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, þénaði rétt tæpar 62 milljónir króna á mánuði í fyrra samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun. Hreiðar Már ber höfuð og herðar yfir aðra Íslendinga.

Forseti ASÍ: Á ekki líknarorð yfir kjörin

Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að kjör tekjuhæstu bankamanna séu komin úr öllum takt við íslenskt samfélag en ellefu tekjuhæstu bankamennirnir voru samtals með hátt í fjóra milljarða í tekjur á síðasta ári.

Tekjur ellefu hæstu bankamanna um 4 milljarðar á síðasta ári

Bankamenn báru ekki skarðan hlut frá borði tekjulega séð á síðasta ári ef marka má álingarskrá skattsins sem lögð var fram í gær. Alls voru ellefu tekjuhæstu bankamenn landsins með rétt tæpa fjóra milljarða samtals á síðasta ári og höfðu allir yfir 20 milljónir í mánuði í tekjur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×