Innlent

Flugvél Iceland Express bilaði í Barcelona

Frá undirskrift samninga um nýju Boeing vélarnar.
Frá undirskrift samninga um nýju Boeing vélarnar.

Ein af MD 90 vélum Iceland Express flugfélagsins bilaði í Barcelona og því eru aðeins þrjár af MD 90 vélum félagsins nothæfar. Þetta hefur orsakað talsverða röskun á flugi hjá Iceland Express.

Meðal annars hefur flugi frá London og Kaupmannahöfn seinkað. Ekki er búist við því að vélin sem bilaði á Spáni verði nothæf fyrr en í seinni hluta næstu viku. Lára Ómarsdóttir, upplýsingafulltrúi Iceland Express, segir hins vegar að félagið muni hætta að nota MD 90 vélarnar þann fimmtánda september. Þá muni Boeing 737-700 vélar verða teknar í notkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×