Innlent

Hafnfirðingur hótaði að sprengja sig inni í svefnherbergi

Slökkviliðið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kallað að íbúð á Kirkjuvöllum í Hafnarfirði í nótt, þar sem eldur logaði í svefnherbergi. Þegar slökkvilið kom á staðinn og hugðist slökkva eldinn hótaði konan þeim að taka gaskút sem hún hafði á svölunum hjá sér inn og sprengja sig inni. Konan var handtekin og verður yfirheyrð í dag. Hún var nokkuð ölvuð að sögn lögreglunnar. Töluverður erill var í miðborg Reykjavíkur og nokkur ölvun, en allt gekk þó áfallalaust fyrir sig, að sögn lögreglu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×