Innlent

Um 10 þúsund manns á landsmóti UMFÍ

Ellefta unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn var sett í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Talið er að um 10 þúsund gestir séu á unglingalandsmótinu og hafa þeir aldrei verið fleiri. Um 1300 keppendur skráðu sig til leik í ýmsum íþróttagreinum og hafa þeir aldrei verið fleiri, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá mótshöldurum.

Mótið hélt áfram í morgun og stendur fram eftir degi en í kvöld er dagskráin mjög fjölbreytileg og verður m.a. kveikt í myndarlegum bálkesti. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands heimsótti mótssvæðið um hádegisbilið.

Unglingalandsmót UMFÍ er stærsta vímulausa fjölsktylduhátíðin um verslunarmannahelgina, en KFUM og KFUK standa jafnframt fyrir fjölskylduhátíð í Vatnaskógi. Þar munu Bubbi Morthens og Pétur Ben koma fram á tónleikum. Þá mun Björgvin Franx Gíslason stjórna hæfileikasýningu barnanna og kvöldvöku.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×