Innlent

Enn ekkert flogið til Vestmannaeyja

Ekkert hefur verið flogið til Vestmannaeyja í morgun vegna þoku. Þjóðhátíð lauk í gærkvöldi með brekkusöng og flugeldum og var metþáttaka í brekkusöng. Fólk skemmti sér fram undir morgun og allt fór friðsamlega fram, að sögn lögreglu. Nokkuð bar á minniháttar pústrum og handalögmálum, en enginn slasaðist.

Þjóðhátíðarnefnd er viðbúin því að bjóða fólki, sem ekki kemst frá Eyjum í land, húsaskjól í íþróttahúsi bæjarins þangað til að þoku léttir og hægt verður að fljúga. Herjólfur fer í sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum klukkan 11.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×