Innlent

Flogið frá Reykjavík til Vestmannaeyja

Flogið var frá Reykjavík til Vestmannaeyja nú á fimmta tímanum. Tugir manna biðu á Reykjavíkurflugvelli milli vonar og ótta þar sem líkur voru á að ekki yrði flogið vegna veðurs.

Fagnaðarlæti brutust svo út þegar í ljós kom að þeir kæmust til Eyja til að taka þátt í Brekkusöng í Herjólfdal í kvöld. Um 100 manns ætluðu með flugi frá Bakka en komust þó hvergi og óvíst er með flug þaðan á morgun, þar eð Flugvöllurinn á Bakka hefur ekki tæki til blindflugs.

Talið er að um þrettán þúsund manns séu á Þjóðhátíð. Súld og þoka er í Vestmannaeyjum og mótshaldarar því viðbúnir að opna íþróttahús bæjarins fyrir strandaglópa annað kvöld, komi til þess að flug frá Eyjum raskist á morgun.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×