Fleiri fréttir Brotist inn hjá Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu Bífræfnir þjófar brutust inn á heimili athafnahjónanna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur á Sóleyjargötu og létu þar greipar sópa á neðstu hæð hússins. Sonur þeirra var sofandi heima og hreinsuðu þjófarnir hæðina án hans vitundar samkvæmt heimildum Vísis. 1.8.2008 15:00 30 daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi Albanskur karlmaður var dæmdur í 30 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa falsað vegabréf meðferðis. Lögreglan fann vegabréfið við leit á manninum á lögreglustöðinni við Hverfisgötu 22. júlí síðastliðinn. 1.8.2008 14:29 Segir dómsmálaráðuneytið hafa þvingað lögreglustjóra Varaborgarfulltrúi VG harmar að lögreglustjóri höfuðborgsvæðisins hafi verið þvingaður til að aðlagast úreltu kerfi. VG lýsa yfir vonbrigðum með umsögn lögreglustjórans varðandi Goldfinger. 1.8.2008 13:14 Geir: Ákvörðun Þórunnar hefur ekki áhrif á stjórnarsamstarfið Forsætisráðherra segir ákvörðun umhverfisráðherra um að meta skuli umhverfisáhrif álvers á Bakka og tengdra virkjana í sameiningu, hafa komið á óvart. Það hafi þó engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. 1.8.2008 12:13 Atlantsolía lækkar um tvær krónur Atlantsolía lækkaði í dag verð á bensíni og dísel hjá sér um tvær krónur. Er verð nú á bensínlítranum 168,2 kr. og á dísellítranum 186,10 kr.. Kemur lækkunin til vegna heimsmarkaðsverðs á eldsneyti samkvæmt upplýsingum frá Huga Hreiðarsyni hjá Atlantsolíu. 1.8.2008 12:06 Mótmælendur teppa umferð við álverið í Straumsvík Félagar í umhverfisverndarsamtökunum Saving Iceland hafa stöðvað umferð að álveri Rio Tinto-Alcan í Straumsvík með því að hlekkja sig við hlið sem hleypa umferð til og frá álverslóðinni. 1.8.2008 12:01 Óskar þess að SUS hætti að vernda þessa tegund af „lítilmagna“ Ögmundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB, segir að lykillinn að því að koma í veg fyrir ofurlaun bankamanna og annarra sé upplýsingaflæði. Þess vegna furðar hann sig á því að það sé eitt helsta hugsjónaverkefni SUS, Sambands ungra sjálfstæðismanna, að banna aðgang að skattskrám. 1.8.2008 11:52 Forseti ASÍ: Á ekki líknarorð yfir kjörin Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að kjör tekjuhæstu bankamanna séu komin úr öllum takt við íslenskt samfélag en ellefu tekjuhæstu bankamennirnir voru samtals með hátt í fjóra milljarða í tekjur á síðasta ári. 1.8.2008 11:10 Farið yfir marga áratugi á Akureyri Fjölskylduhátíðin á Akureyri verður með nýstárlegu móti þetta árið þar sem uppákomur og skemmtanir bera brag af hinum ýmsu áratugum síðustu aldar. 1.8.2008 11:08 Dorrit í dýrindis skautbúningi Dorrit Moussaieff forsetafrú mun klæðast forláta skautbúningi við embættistöku forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar í dag. Í tilkynningu frá forsetaskrifstofu kemur fram að búningurinn hafi verið saumaður árið 1938 af Jakobínu Thorarensen, annálaðri hannyrðakonu. Hann var saumaður á Jósefínu Helgadóttur eiginkonu Skúla Guðmundssonar fyrrum alþingmanns, ráðherra og kaupfélagsstjóra í Húnavatnssýslu. 1.8.2008 11:03 Innanlandsflug gengur vel Hjá Flugfélagi Íslands fengust þær upplýsingar að flug hafi gengið vel í morgun. Fjölmenni er samankomið í flugstöðvarbyggingu Reykjavíkurflugvallar og margir að bíða eftir flugi til Vestmannaeyja. 1.8.2008 10:07 Togari í eigu Samherja með 350 milljón kr. í lestinni Þýski togarinn Pólonus, sem er í eigu Deutsche Fisfang Union, dótturfélags Samherja á Akureyri, er nú á leið til Þýskalands af Svarbarðamiðum með 350 milljóna króna farm af frystum þorskflökum. 1.8.2008 09:58 Allt fullt í Húsafelli ,,Svæðinu er lokað," segir Sigríður Snorradóttir, staðarhaldari í Húsafelli, en þar er tjaldstæðið orðið yfirfullt og veður afar gott. Sigríður biður fólk um að leggja ekki land undir fót í Húsafell því vísa þarf fólki frá sem leitar eftir því að tjalda á svæðinu. 1.8.2008 09:45 Segir Samfylkinguna vinna gegn hagsmunum landsmanna Varaformaður Framsóknarflokksins segir Samfylkinguna vinna gegn hagsmunum með ákvörðun umhverfisráðherra að umhverfismat eigi að fara fram vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka. 1.8.2008 09:22 Ákvörðun umhverfisráðherra enn gagnrýnd Jón Gunnarsson þingmaður Sjáflstæðisflokksins sagði í viðtali við Ísland í bítið í morgun að ákvörðun Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra um að meta skuli umhverfisáhrif álvers við Húsavík og tengdra virkjana, í sameiningu, stangist á við grundvallaratriði í stefnu Sjáflstæðisflokksins. 1.8.2008 07:57 Ekið á sex ára dreng á Akureyri Ekið var á sex ára dreng á tjaldstæðinu að Hömrum á Akureyri um kvöldmatarleitið í gærkvöldi og var hann þegar fluttur á sjúkrahúsið. 1.8.2008 07:24 Töluverð ölvun og erill hjá lögreglunni í Eyjum Töluverð ölvun var í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og alla nótt og erill hjá lögreglu, án þess að nokkuð stórvægilegt kæmi upp. 1.8.2008 07:23 Þyrla sótti höfuðkúpubrotinn sjómann Sjómaður um borð í togaranum Vilhelm Þorsteinssyni EA höfuðkúpubrotnaði þegar skipið var að veiðum suðaustur af landinu síðdegis í gær. 1.8.2008 07:17 Erlendur verkamaður stunginn í bakið á Hverfisgötu Erlendur karlmaður, sem starfar hér á landi, var stunginn djúpt i bakið þar sem hann var á gangi neðarlega á Hverfisgötu á móts við Arnarhól um klulkkan þrjú í nótt. 1.8.2008 07:04 Segir ákvörðun umhverfisráðherra fleyg í stjórnarsamstarfið Á meðan að ákvörðun umhverfisráðherra að umhverfismat eigi að fara fram vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka er ekki útskýrð lítur Kristján Þór Júlíusson á ákvörðunina sem fleyg í ríkisstjórnarsamstarfið. 31.7.2008 22:15 Sorgmæddur yfir ákvörðun Þórunnar Sveitarstjóri Norðurþings er ósáttur með þá ákvörðun umhverfisráðherra að heildstætt mat skuli fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík. 31.7.2008 21:15 Segir heimskulegt að ráða ekki heyrnarlausa ,,Það er heimska að ráða ekki heyrnarlausa til starfa" segir Sigurlín Margrét Sigurðardóttir fyrrverandi varaþingmaður Frjálslyndra sem var synjað um starf hátt í hundrað sinnum á einu ári. 31.7.2008 19:30 Árni: Flott hjá Þórunni Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands fagnar ákvörðun umhverfisráðherra um að fyrirhuguð framkvæmd við álver á Bakka fari í umhverfismat. ,,Þetta er flott hjá henni." 31.7.2008 20:13 Ólöf segir Ólaf fara með fleipur Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Ólafs F Magnússonar borgarstjóra og fráfarandi varaformaður skipulagsráðs borgarinnar, segir borgarstjóra fara með fleipur og hafa dregið umræðuna niður á plan sem ekki sé embættinu sæmandi. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 31.7.2008 19:26 Fingraför fundust á bréfi um sprengjuhótun Lögreglan hefur fundið fingraför á bréfi sem barst fréttastofu Stöðvar 2 með sprengjuhótun, sem beindist að fyrirhugaðri Gleðigöngu Hinsegin daga. Slík hótun getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. 31.7.2008 19:04 Þórunn: Álver á Bakka í umhverfismat Umhverfisráðherra hefur ákveðið að heildstætt mat skuli fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík. Skipulagsstofnun hafði ákveðið að slíkt sameiginlegt mat skyldi ekki fara fram. 31.7.2008 18:36 Fyrirhugað húsnæði LHÍ stærri en Tollhúsið Húsið sem Listaháskóli Íslands vill reisa við Frakkastíg og Laugaveg er mun stærri en Tollhúsið við Tryggvagötu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, skipulagshagfræðingur, segir reitinn allt of lítinn fyrir slíka byggingu. 31.7.2008 18:00 Lögreglan með eftirlit um helgina Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með viðamikið eftirlit um verslunarmannahelgina eins og jafnan áður. Kappkostað verður að umferðin til og frá höfuðborgarsvæðinu gangi greiðlega fyrir sig en búast má við töluverðri umferð því veðurútlit er ágætt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 31.7.2008 17:30 Lögreglumenn með lægri laun en vinnuskólaleiðbeinendur „Ég held að það sé vandfundinn sá Íslendingur sem finnst þetta vera sambærileg störf,“ segir Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna. Hann bendir á það í grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið í dag að lægstu grunnlaun lögreglumanna séu 138.513 krónur, eða rúmum tíu þúsund krónum lægri en laun þeirra leiðbeinenda hjá vinnuskólanum sem lögðu niður vinnu á dögunum til að mótmæla kjörum sínum. 31.7.2008 16:11 Samvera fjölskyldunnar besta uppeldisaðferðin Okkar markmið er að foreldrar standi sig í uppeldinu almennt. En fyrir verslunarmannahelgina þá erum við að hvetja til þess að fjölskyldan sé saman, að samvera fjölskyldunnar sé besta uppeldisaðferðin,“ segir Geir Bjarnason, forvarnarfulltrúi Hafnafjarðarbæjar og einn af aðstandendum SAMAN-hópsins á vegum Lýðheilsustöðvar. 31.7.2008 16:59 Furðar sig á offorsi Samfylkingarinnar gegn húsaverndunarstefnu í borginni „Ég er raunar fremur hissa á offorsi Samfylkingarinnar gegn húsaverndunarstefnu meirihlutans. Ég hélt að Oddný Sturludóttir hefði þar leitt inn ný viðhorf og væri alveg samstíga Svandísi Svavarsdóttur," segir Ármann Jakobsson, íslenskufræðingur og áhugamaður um húsavernd. 31.7.2008 15:56 Misstu stjórn á hita í Icelandair-vél Flugvél sem var á leiðinni frá Keflavík til London fyrir tveimur dögum var snúið aftur til Keflavíkur vegna þess að hitaskynjari bilaði í vélinni. Var um kvöldflug að ræða og því ekki hægt að fljúga seinna um kvöldið þar sem næturbann er á Heatroww flugvelli þar sem lenda átti. 31.7.2008 15:07 Slökkviliðið kallað að Nauthólsvík Slökkviliðiið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að bröggum í Nauthólsvík fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar er ekki mikill eldur í bröggunum en töluverðan reyk leggur frá þeim. Um er að ræða bragga sem standa á milli siglingaklúbbsins og kafarahússins. 31.7.2008 14:58 Ók Þingvallaveg á 245 km hraða - Eitt grófasta brot sem lögreglumenn hafa séð Lögreglumenn stóðu mann að því í fyrrakvöld að aka bifhjóli á 245 km hraða eftirÞingvallavegi í fyrrakvöld. Þetta er eitt grófasta hraðasktursbrot sem lögreglumenn hafa orðið vitni að. 31.7.2008 14:18 Þórhallur: Ekki komið aftan að Ólafi með neinum hætti Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóssins, telur að Helgi Seljan hafi hvorki verið dónalegur né of aðgangsharður þegar hann tók viðtal við Ólaf F. Magnússon, borgarstjóra, í Kastljósinu í gærkvöldi. 31.7.2008 14:13 Háskólakennarinn fékk 4 ár 53 ára Kópavogsbúi, sem þar til nýlega var kennari við Háskólann í Reykjavík var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sjö stúlkum. 31.7.2008 13:32 Fær ekki skaðabætur frá Iceland Express Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, hugðist sækja fund í London um miðjan mánuðinn. Um tíu tíma seinkun á flugi Iceland Express gerði það hinsvegar að verkum að Eiríkur missti af fundinum. Hann gekk því um götur Lundúnarborgar og var frekar pirraður yfir að hafa misst af fundinum. Eiríkur sagðist þá ætla að kanna hvort hann gæti krafið flugfélagið um skaðabætur, enda hefði hann orðið fyrir fjárhagslegu tjóni. 31.7.2008 12:55 Lokað fyrir umferð vegna embættistöku forseta Litlu svæði í miðborginni verður lokað fyrir umferð á morgun, föstudaginn 1. ágúst, vegna innsetningar í embætti forseta Íslands. 31.7.2008 12:49 Ósáttir við siglingaleiðir skemmtiferðaskipa Útgerðir skemmtiferðaskipa og skipuleggjendur ferða með þeim eru óhressir með að skipin megi ekki lengur sigla nálægt suðvestur ströndinni. Auk þess hækkar olíukostnaður vegna nýju leiðarinnar. 31.7.2008 12:23 Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli sömdu Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli hafa fallist á sáttatilboð Flugmálastjórnar um starfskjör, eftir því sem fram kom í hádegisfréttum Stöðvar 2. 31.7.2008 12:19 Lögreglan rannsakar sprengjuhótun vegna Gleðigöngu Sprengjuhótunin sem barst Stöð 2 í gær og beindist að fyrirhugaðri gleðigöngu Hinsegin daga í Reykjavík þann 9. ágúst næstkomandi getur varðað fangelsi allt að tveimur árum. Lögreglan rannsakar nú fingraför og aðrar vísbendingar í tengslum við málið. 31.7.2008 12:10 Þrír gista fangageymslur vegna likamsárásar í Eyjum Karlmaður hlaut skurð á hnakka í ryskingum fyrir framan veitingahús í miðbæ Vestmannaeyjar á sjötta tímanum í morgun. Þrír gista fangageymslur lögreglunnar vegna málsins og verða yfirheyrðir þegar áfengisvíman rennur af þeim. 31.7.2008 11:40 Hátt í 500 sagt upp í fjöldauppsögnum í sumar Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hefur 471 starfsmanni verið sagt upp í fjöldauppsögnum í júní og júlí. Í fréttum í gær kom fram að 57 starfsmönnum Ræsis var sagt upp sem og 57 starfsmönnum hjá leikfangaverslunum Just 4 Kids. 31.7.2008 11:35 Segja Baggalúts-texta ekki fjalla um eðlilega hegðun í samskiptum kynjanna Femínistafélag Íslands hefyr sent frá sér yfirlýsingu vegna texta við lags Baggalúts, Þjóðhátíð '93, þar sem félagið segist harma umræðu undanfarna daga sem sé á þá leið að umræddur texti snúist um eðlilega hegðun í samskiptum kynjanna. 31.7.2008 11:06 Dekkjaþófar hreinsuðu undan Land Cruiser jeppa Öllum dekkjum ásamt felgum var rænt undan Toyota Land Cruiser bifreið á Hertz bílaleigunni við Reykjavíkurflugvöll í nótt. 31.7.2008 10:49 Sjá næstu 50 fréttir
Brotist inn hjá Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu Bífræfnir þjófar brutust inn á heimili athafnahjónanna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur á Sóleyjargötu og létu þar greipar sópa á neðstu hæð hússins. Sonur þeirra var sofandi heima og hreinsuðu þjófarnir hæðina án hans vitundar samkvæmt heimildum Vísis. 1.8.2008 15:00
30 daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi Albanskur karlmaður var dæmdur í 30 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa falsað vegabréf meðferðis. Lögreglan fann vegabréfið við leit á manninum á lögreglustöðinni við Hverfisgötu 22. júlí síðastliðinn. 1.8.2008 14:29
Segir dómsmálaráðuneytið hafa þvingað lögreglustjóra Varaborgarfulltrúi VG harmar að lögreglustjóri höfuðborgsvæðisins hafi verið þvingaður til að aðlagast úreltu kerfi. VG lýsa yfir vonbrigðum með umsögn lögreglustjórans varðandi Goldfinger. 1.8.2008 13:14
Geir: Ákvörðun Þórunnar hefur ekki áhrif á stjórnarsamstarfið Forsætisráðherra segir ákvörðun umhverfisráðherra um að meta skuli umhverfisáhrif álvers á Bakka og tengdra virkjana í sameiningu, hafa komið á óvart. Það hafi þó engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. 1.8.2008 12:13
Atlantsolía lækkar um tvær krónur Atlantsolía lækkaði í dag verð á bensíni og dísel hjá sér um tvær krónur. Er verð nú á bensínlítranum 168,2 kr. og á dísellítranum 186,10 kr.. Kemur lækkunin til vegna heimsmarkaðsverðs á eldsneyti samkvæmt upplýsingum frá Huga Hreiðarsyni hjá Atlantsolíu. 1.8.2008 12:06
Mótmælendur teppa umferð við álverið í Straumsvík Félagar í umhverfisverndarsamtökunum Saving Iceland hafa stöðvað umferð að álveri Rio Tinto-Alcan í Straumsvík með því að hlekkja sig við hlið sem hleypa umferð til og frá álverslóðinni. 1.8.2008 12:01
Óskar þess að SUS hætti að vernda þessa tegund af „lítilmagna“ Ögmundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB, segir að lykillinn að því að koma í veg fyrir ofurlaun bankamanna og annarra sé upplýsingaflæði. Þess vegna furðar hann sig á því að það sé eitt helsta hugsjónaverkefni SUS, Sambands ungra sjálfstæðismanna, að banna aðgang að skattskrám. 1.8.2008 11:52
Forseti ASÍ: Á ekki líknarorð yfir kjörin Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að kjör tekjuhæstu bankamanna séu komin úr öllum takt við íslenskt samfélag en ellefu tekjuhæstu bankamennirnir voru samtals með hátt í fjóra milljarða í tekjur á síðasta ári. 1.8.2008 11:10
Farið yfir marga áratugi á Akureyri Fjölskylduhátíðin á Akureyri verður með nýstárlegu móti þetta árið þar sem uppákomur og skemmtanir bera brag af hinum ýmsu áratugum síðustu aldar. 1.8.2008 11:08
Dorrit í dýrindis skautbúningi Dorrit Moussaieff forsetafrú mun klæðast forláta skautbúningi við embættistöku forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar í dag. Í tilkynningu frá forsetaskrifstofu kemur fram að búningurinn hafi verið saumaður árið 1938 af Jakobínu Thorarensen, annálaðri hannyrðakonu. Hann var saumaður á Jósefínu Helgadóttur eiginkonu Skúla Guðmundssonar fyrrum alþingmanns, ráðherra og kaupfélagsstjóra í Húnavatnssýslu. 1.8.2008 11:03
Innanlandsflug gengur vel Hjá Flugfélagi Íslands fengust þær upplýsingar að flug hafi gengið vel í morgun. Fjölmenni er samankomið í flugstöðvarbyggingu Reykjavíkurflugvallar og margir að bíða eftir flugi til Vestmannaeyja. 1.8.2008 10:07
Togari í eigu Samherja með 350 milljón kr. í lestinni Þýski togarinn Pólonus, sem er í eigu Deutsche Fisfang Union, dótturfélags Samherja á Akureyri, er nú á leið til Þýskalands af Svarbarðamiðum með 350 milljóna króna farm af frystum þorskflökum. 1.8.2008 09:58
Allt fullt í Húsafelli ,,Svæðinu er lokað," segir Sigríður Snorradóttir, staðarhaldari í Húsafelli, en þar er tjaldstæðið orðið yfirfullt og veður afar gott. Sigríður biður fólk um að leggja ekki land undir fót í Húsafell því vísa þarf fólki frá sem leitar eftir því að tjalda á svæðinu. 1.8.2008 09:45
Segir Samfylkinguna vinna gegn hagsmunum landsmanna Varaformaður Framsóknarflokksins segir Samfylkinguna vinna gegn hagsmunum með ákvörðun umhverfisráðherra að umhverfismat eigi að fara fram vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka. 1.8.2008 09:22
Ákvörðun umhverfisráðherra enn gagnrýnd Jón Gunnarsson þingmaður Sjáflstæðisflokksins sagði í viðtali við Ísland í bítið í morgun að ákvörðun Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra um að meta skuli umhverfisáhrif álvers við Húsavík og tengdra virkjana, í sameiningu, stangist á við grundvallaratriði í stefnu Sjáflstæðisflokksins. 1.8.2008 07:57
Ekið á sex ára dreng á Akureyri Ekið var á sex ára dreng á tjaldstæðinu að Hömrum á Akureyri um kvöldmatarleitið í gærkvöldi og var hann þegar fluttur á sjúkrahúsið. 1.8.2008 07:24
Töluverð ölvun og erill hjá lögreglunni í Eyjum Töluverð ölvun var í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og alla nótt og erill hjá lögreglu, án þess að nokkuð stórvægilegt kæmi upp. 1.8.2008 07:23
Þyrla sótti höfuðkúpubrotinn sjómann Sjómaður um borð í togaranum Vilhelm Þorsteinssyni EA höfuðkúpubrotnaði þegar skipið var að veiðum suðaustur af landinu síðdegis í gær. 1.8.2008 07:17
Erlendur verkamaður stunginn í bakið á Hverfisgötu Erlendur karlmaður, sem starfar hér á landi, var stunginn djúpt i bakið þar sem hann var á gangi neðarlega á Hverfisgötu á móts við Arnarhól um klulkkan þrjú í nótt. 1.8.2008 07:04
Segir ákvörðun umhverfisráðherra fleyg í stjórnarsamstarfið Á meðan að ákvörðun umhverfisráðherra að umhverfismat eigi að fara fram vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka er ekki útskýrð lítur Kristján Þór Júlíusson á ákvörðunina sem fleyg í ríkisstjórnarsamstarfið. 31.7.2008 22:15
Sorgmæddur yfir ákvörðun Þórunnar Sveitarstjóri Norðurþings er ósáttur með þá ákvörðun umhverfisráðherra að heildstætt mat skuli fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík. 31.7.2008 21:15
Segir heimskulegt að ráða ekki heyrnarlausa ,,Það er heimska að ráða ekki heyrnarlausa til starfa" segir Sigurlín Margrét Sigurðardóttir fyrrverandi varaþingmaður Frjálslyndra sem var synjað um starf hátt í hundrað sinnum á einu ári. 31.7.2008 19:30
Árni: Flott hjá Þórunni Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands fagnar ákvörðun umhverfisráðherra um að fyrirhuguð framkvæmd við álver á Bakka fari í umhverfismat. ,,Þetta er flott hjá henni." 31.7.2008 20:13
Ólöf segir Ólaf fara með fleipur Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Ólafs F Magnússonar borgarstjóra og fráfarandi varaformaður skipulagsráðs borgarinnar, segir borgarstjóra fara með fleipur og hafa dregið umræðuna niður á plan sem ekki sé embættinu sæmandi. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 31.7.2008 19:26
Fingraför fundust á bréfi um sprengjuhótun Lögreglan hefur fundið fingraför á bréfi sem barst fréttastofu Stöðvar 2 með sprengjuhótun, sem beindist að fyrirhugaðri Gleðigöngu Hinsegin daga. Slík hótun getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. 31.7.2008 19:04
Þórunn: Álver á Bakka í umhverfismat Umhverfisráðherra hefur ákveðið að heildstætt mat skuli fara fram á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík. Skipulagsstofnun hafði ákveðið að slíkt sameiginlegt mat skyldi ekki fara fram. 31.7.2008 18:36
Fyrirhugað húsnæði LHÍ stærri en Tollhúsið Húsið sem Listaháskóli Íslands vill reisa við Frakkastíg og Laugaveg er mun stærri en Tollhúsið við Tryggvagötu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, skipulagshagfræðingur, segir reitinn allt of lítinn fyrir slíka byggingu. 31.7.2008 18:00
Lögreglan með eftirlit um helgina Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með viðamikið eftirlit um verslunarmannahelgina eins og jafnan áður. Kappkostað verður að umferðin til og frá höfuðborgarsvæðinu gangi greiðlega fyrir sig en búast má við töluverðri umferð því veðurútlit er ágætt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 31.7.2008 17:30
Lögreglumenn með lægri laun en vinnuskólaleiðbeinendur „Ég held að það sé vandfundinn sá Íslendingur sem finnst þetta vera sambærileg störf,“ segir Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna. Hann bendir á það í grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið í dag að lægstu grunnlaun lögreglumanna séu 138.513 krónur, eða rúmum tíu þúsund krónum lægri en laun þeirra leiðbeinenda hjá vinnuskólanum sem lögðu niður vinnu á dögunum til að mótmæla kjörum sínum. 31.7.2008 16:11
Samvera fjölskyldunnar besta uppeldisaðferðin Okkar markmið er að foreldrar standi sig í uppeldinu almennt. En fyrir verslunarmannahelgina þá erum við að hvetja til þess að fjölskyldan sé saman, að samvera fjölskyldunnar sé besta uppeldisaðferðin,“ segir Geir Bjarnason, forvarnarfulltrúi Hafnafjarðarbæjar og einn af aðstandendum SAMAN-hópsins á vegum Lýðheilsustöðvar. 31.7.2008 16:59
Furðar sig á offorsi Samfylkingarinnar gegn húsaverndunarstefnu í borginni „Ég er raunar fremur hissa á offorsi Samfylkingarinnar gegn húsaverndunarstefnu meirihlutans. Ég hélt að Oddný Sturludóttir hefði þar leitt inn ný viðhorf og væri alveg samstíga Svandísi Svavarsdóttur," segir Ármann Jakobsson, íslenskufræðingur og áhugamaður um húsavernd. 31.7.2008 15:56
Misstu stjórn á hita í Icelandair-vél Flugvél sem var á leiðinni frá Keflavík til London fyrir tveimur dögum var snúið aftur til Keflavíkur vegna þess að hitaskynjari bilaði í vélinni. Var um kvöldflug að ræða og því ekki hægt að fljúga seinna um kvöldið þar sem næturbann er á Heatroww flugvelli þar sem lenda átti. 31.7.2008 15:07
Slökkviliðið kallað að Nauthólsvík Slökkviliðiið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að bröggum í Nauthólsvík fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar er ekki mikill eldur í bröggunum en töluverðan reyk leggur frá þeim. Um er að ræða bragga sem standa á milli siglingaklúbbsins og kafarahússins. 31.7.2008 14:58
Ók Þingvallaveg á 245 km hraða - Eitt grófasta brot sem lögreglumenn hafa séð Lögreglumenn stóðu mann að því í fyrrakvöld að aka bifhjóli á 245 km hraða eftirÞingvallavegi í fyrrakvöld. Þetta er eitt grófasta hraðasktursbrot sem lögreglumenn hafa orðið vitni að. 31.7.2008 14:18
Þórhallur: Ekki komið aftan að Ólafi með neinum hætti Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóssins, telur að Helgi Seljan hafi hvorki verið dónalegur né of aðgangsharður þegar hann tók viðtal við Ólaf F. Magnússon, borgarstjóra, í Kastljósinu í gærkvöldi. 31.7.2008 14:13
Háskólakennarinn fékk 4 ár 53 ára Kópavogsbúi, sem þar til nýlega var kennari við Háskólann í Reykjavík var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sjö stúlkum. 31.7.2008 13:32
Fær ekki skaðabætur frá Iceland Express Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, hugðist sækja fund í London um miðjan mánuðinn. Um tíu tíma seinkun á flugi Iceland Express gerði það hinsvegar að verkum að Eiríkur missti af fundinum. Hann gekk því um götur Lundúnarborgar og var frekar pirraður yfir að hafa misst af fundinum. Eiríkur sagðist þá ætla að kanna hvort hann gæti krafið flugfélagið um skaðabætur, enda hefði hann orðið fyrir fjárhagslegu tjóni. 31.7.2008 12:55
Lokað fyrir umferð vegna embættistöku forseta Litlu svæði í miðborginni verður lokað fyrir umferð á morgun, föstudaginn 1. ágúst, vegna innsetningar í embætti forseta Íslands. 31.7.2008 12:49
Ósáttir við siglingaleiðir skemmtiferðaskipa Útgerðir skemmtiferðaskipa og skipuleggjendur ferða með þeim eru óhressir með að skipin megi ekki lengur sigla nálægt suðvestur ströndinni. Auk þess hækkar olíukostnaður vegna nýju leiðarinnar. 31.7.2008 12:23
Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli sömdu Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli hafa fallist á sáttatilboð Flugmálastjórnar um starfskjör, eftir því sem fram kom í hádegisfréttum Stöðvar 2. 31.7.2008 12:19
Lögreglan rannsakar sprengjuhótun vegna Gleðigöngu Sprengjuhótunin sem barst Stöð 2 í gær og beindist að fyrirhugaðri gleðigöngu Hinsegin daga í Reykjavík þann 9. ágúst næstkomandi getur varðað fangelsi allt að tveimur árum. Lögreglan rannsakar nú fingraför og aðrar vísbendingar í tengslum við málið. 31.7.2008 12:10
Þrír gista fangageymslur vegna likamsárásar í Eyjum Karlmaður hlaut skurð á hnakka í ryskingum fyrir framan veitingahús í miðbæ Vestmannaeyjar á sjötta tímanum í morgun. Þrír gista fangageymslur lögreglunnar vegna málsins og verða yfirheyrðir þegar áfengisvíman rennur af þeim. 31.7.2008 11:40
Hátt í 500 sagt upp í fjöldauppsögnum í sumar Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hefur 471 starfsmanni verið sagt upp í fjöldauppsögnum í júní og júlí. Í fréttum í gær kom fram að 57 starfsmönnum Ræsis var sagt upp sem og 57 starfsmönnum hjá leikfangaverslunum Just 4 Kids. 31.7.2008 11:35
Segja Baggalúts-texta ekki fjalla um eðlilega hegðun í samskiptum kynjanna Femínistafélag Íslands hefyr sent frá sér yfirlýsingu vegna texta við lags Baggalúts, Þjóðhátíð '93, þar sem félagið segist harma umræðu undanfarna daga sem sé á þá leið að umræddur texti snúist um eðlilega hegðun í samskiptum kynjanna. 31.7.2008 11:06
Dekkjaþófar hreinsuðu undan Land Cruiser jeppa Öllum dekkjum ásamt felgum var rænt undan Toyota Land Cruiser bifreið á Hertz bílaleigunni við Reykjavíkurflugvöll í nótt. 31.7.2008 10:49