Innlent

Ógnuðu fólki með golfkylfum

Tveir menn í Húsafelli urðu ósáttir vð samferðarfólk sitt í nótt, höfðu í hótunum, skölluðu fólk og ógnuðu fólki með golfkylfum. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi beittu þeir þó ekki kylfunum gegn neinum. Mennirnir voru færðir á lögreglustöð til yfirheyrslu.

Þrjú fíkniefnamál komu upp við umferðareftirlit í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi. Í einu tilfellinu fundust um fjörutíu til fimmtíu grömm af kannabisefnum og grunar lögregluna að þau hafi verið ætluð til sölu.

Þá varð bílvelta undir Hafnarfjalli um áttaleytið í gær. Lögreglan telur að ökumaður hafi ekki slasast alvarlega en bíllinn er gjörónýtur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×