Innlent

Gríðarleg umferð um land allt

Gríðarleg umferð hefur verið á landi, legi og í lofti í dag vegna verslunarmannahelgarinnar. Umferðin hefur gengið stórslysalaust fyrir sig.

Sú umferð sem að Verslunarmannahelginni snýr hefur gengið stórslysalaust, þótt erill hafi verið talsverður. Og það er yfirleitt allsstaðar gott veður, meðal annars í Vestmannaeyjum þar sem Gísli okkar Óskarsson ræður ríkjum.

Búist er við að gestir í Vestmannaeyjum verði yfir 10 þúsund talsins og verður það fjölmennasta þjóðhátíð sögunnar. Langflestir gestirnir eru þegar komnir til Eyja.

En það er enn talsvert af fólki á ferðinni á þjóðvegum landsins. Og umferðarstofa sendir þeim þessa orðsendingu.

- Ekki fara framúr þar sem heil óbrotin lína skiptir akstursstefnum

- Haldið jöfnum hraða - hvorki of hratt né of hægt

- Þeir sem þurfa að fara hægar geri ráðstafanir til að auðvelda öðrum framúrakstur.

- Hafa skal í huga að ökumenn geta þurft að bíða í 18 klst þar til þeim er óhætt að aka eftir neyslu áfengis.

- Ökumenn með bráðabirgðaskírteini þurfa ekki nema 4 punkta í ökuferilsskrá til að verða settir í akstursbann sem ekki er aflétt fyrr en að loknu námskeiði og ökuprófi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×