Innlent

Forsetinn hafði ekki samráð við ríkisstjórn um för á Ólympíuleika

Forseti Íslands hafði ekki samráð við ríkisstjórnina um ferð til Kína.
Forseti Íslands hafði ekki samráð við ríkisstjórnina um ferð til Kína.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hafði ekki samráð við ríkisstjórn þegar hann ákvað að þiggja boð um að vera viðstaddur ólympíuleikana í Peking. Þetta kemur fram í viðtali við forsetann í Fréttablaðinu í dag, í tilefni af embættistöku hans í gær.

Mannréttindahreyfingar á Íslandi hafa gagnrýnt forsetann nokkuð fyrir að þiggja boð um að vera viðstaddur ólympíuleikana, en alþjóðasamtök Amnesty segja að mannréttindi séu þverbrotin í Kína þrátt fyrir fögur fyrirheit um úrbætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×