Innlent

Réttlæting fyrir forsetaembættinu fundin

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra.
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra.

Styrkurinn sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti sýndi þegar hann synjaði hinum illræmdu fjölmiðlalögum staðfestingar er í senn hátindurinn á ferli hans, og sá atburður sem skagar upp úr sögu forsetaembættisins. Þetta skrifar Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra á vefsíðu sína í tilefni af embættistöku forsetans. Hann segir að minni einstaklingar hefðu látið lætin og hótanir heimastjórnarinnar buga sig.

„Fyrir mér er það réttlæting á tilvist embættisins að forsetinn tók sér þar stöðu með fólkinu í landinu gegn lögum, sem engan stuðning höfðu meðal þjóðarinnar, og voru að mínu viti ótvíræð brot á stjórnarskránni. Í því dæmi reyndist forsetaembættið hemill á valdníðslu stjórnmálamanna - einskonar neyðarhemill sem kom í veg fyrir að forysta þáverandi ríkisstjórnar æki útaf með lýðræðið í fanginu," segir Össur á vefsíðu sinni.

Össur rifjar upp að þegar Ólafur bauð sig fram til forseta árið 1996 hafi þeir Guðni Ágústsson verið einu þingmennirnir sem lýstu opinberlega yfir stuðningi við hann. Ólafur hafi launað Guðna liðveisluna með opinberri heimsókn á Suðurland.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×