Innlent

,,Fullt af unglingum sem eru að gera góða hluti"

Frá unglingalandsmótinu fyrr í dag. MYND / www.umfi.is
Frá unglingalandsmótinu fyrr í dag. MYND / www.umfi.is

Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands hófst fyrr í dag Þorlákshöfn og fer fram núna um verslunarmannahelgina. Þar eru samankomin ríflega 1200 ungmenni hvaðanæva af landinu á aldrinum 11 til 18 ára.

,,Það er fullt af unglingum sem eru að gera góða hluti. Meðal annars hér um helgina í Þorlákshöfn," segir Vilborg Jónsdóttir og bætir við að henni leiðist endurteknar neikvæðar fréttir af unglingum. Vilborg er stödd á mótinu með tveimur börnum sínum. Það yngra hefur þó ekki aldur til að vera með en unglingurinn í fjölskyldunni keppir fyrir hönd Aftureldingar úr Mosfellsbæ.

Framkvæmd mótsins hefur hingað til verið til fyrirmyndar, að sögn Vilborgar. ,,Svo er veðrið ágætt en það er þó smá gola."

Unglingalandsmótið er það ellefta í röðinni og stendur til 3. ágúst. Á mótinu verður keppt í frjálsum íþróttum, glímu, golfi, hestaíþróttum, knattspyrnu, körfuknattleik, motorcross, skák og sundi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×