Innlent

Tvö fíkniefnamál á Þjóðhátíð

Tvö minniháttar fíkniefnamál komu upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt. Um var að ræða ætlað kókaín og marijuana.

Í öðru málinu merkti fíkniefnahundur lykt af farþega sem var að koma með Herjólfi sexleytið í morgun. Í ljós kom að þessi aðili var með 10 til 12 grömm af fíkniefnum innvortis.

Hitt málið kom upp þegar leitað var á aðila í Herjólfsdal. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum eru sjö löggæslumenn með þrjá fíkniefnahunda sem sinna fíkniefnaeftirliti um helgina.

Á samráðsfundi lögreglustjóra með fulltrúum gæsluliða, þjóðhátíðarnefndar og barnavernd kom fram að fyrsti dagur hátíðarinnar hefði tekist mjög vel og engin teljandi vandræði komið upp.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×