Innlent

Töluverður fjöldi á Akureyri

Skemmtanahald á Akureyri, þar sem útihátíðin Ein með öllu er haldin, fór vel fram í nótt og bárust engin alvarleg mál á borð lögreglunnar. Töluverður fjöldi fólks er í bænum og var þung umferð fram á nótt, en hún gekk stórslysalaust fyrir sig. Einnig var rólegt á tjalstæðum bæjarins.

Lögreglan á Blönduósi handtók tvo karlmenn á tvítugsaldri fyrir vörslu fíkniefna. Lögreglu grunar að fíkniefnin hafi verið ætluð til sölu. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku. Þá voru 15 teknir í umdæmi Blönduóslögreglunnar fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 140 kílómetra hraða.

Loks stöðvaði lögreglan á Húsavík ökumann sem ók á 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50. Má hann eiga von á því að verða sviptur ökuleyfi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×