Innlent

Íslendingar bjórþyrstir um verslunarmannahelgi

Það hefur verið ys og þys í Vínbúðum þessa vikuna.
Það hefur verið ys og þys í Vínbúðum þessa vikuna.

Miklar annir eru nú í Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu, enda er vikan fyrir verslunarmannahelgi ein annasamasta vika ársins í verslununum, að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR. Flestar verslanir verða opnar til sjö í kvöld en verslanir í Skeifu og á Dalvegi verða opnar til átta.

Á vef Vínbúðanna segir að í fyrra hafi komið 108 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í vikunni fyrir verslunarmannahelgi. Meðaltal fjögurra vikna þar á undan hafi verið 83 þúsund viðskiptavinir og aukningin sé því um 30%. Alls hafi verið seldir 698 þúsund lítrar af áfengi í vikunni og hafi viðskiptavinir greitt 440 milljónir króna fyrir. Þar af hafi bjór verið um 544 þúsund lítrar eða 78% af því magni sem selt hafi verið. Það sé svipað og árshlutfallið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×