Innlent

Stormsker gefst ekki upp fyrir afturhaldssömum framsóknarstrumpum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sverrir Stormsker, tónlistamaður og rithöfundur.
Sverrir Stormsker, tónlistamaður og rithöfundur.

Sverrir Stormsker er óhress vegna þess að umdeilt viðtal hans við Guðna Ágústsson á Útvarpi Sögu var ekki endurspilaður í gær, eins og auglýst hafði verið. Greint var frá því í síðustu viku að Guðni hefði gengið á dyr í miðju viðtali við Sverri vegna ýmissa áleitinna spurninga. Sverrir segir á bloggsíðu sinni að Guðni hafi farið fram á það við Arnþrúði strax eftir viðtalið að þátturinn yrði ekki endurfluttur og að hann yrði rekinn.

„Ef að Guðni og litlu framsóknardindlarnir í kringum hann vilja meina að ég hafi orðið mér til skammar í þættinum en ekki Guðni sjálfur hversvegna er þeim þá svona mikið í mun að þátturinn verði ekki endurtekinn? Framsóknarmenn og aðrir stjórnmálamenn verða að fara að skilja að þeir eiga ekkert með að vera að grauta í frjálsum fjölmiðlum og reyna að hafa áhrif á hvað þar er sagt og gert. Læt meira heyra í mér síðar um þetta mál," skrifar Sverrir.

Hann lofar því að þátturinn verði kominn inná heimasíðu sína á mánudaginn: www.stormsker.net, hvað svo sem afturhaldssamir framsóknarstrumpar reyni að röfla í sér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×