Innlent

Áhyggjur vegna staðalímynda og vægra refsinga í kynferðisafbrotamálum

Nefnd Sameinuðu þjóðanna sem fylgist með framfylgd alþjóðasamnings um afnám allrar mismununar gagnvart konum hefur birt athugasemdir um stöðu jafnréttis á Íslandi eftir að sendinefnd Íslands kom fyrir nefndina þann 8.júlí síðastliðinn. Nefndin lýsir meðal annars yfir áhyggjum af staðalímyndum í íslensku þjóðfélagi og vægum refsingum í kynferðisafbrotamálum.

Nefndin lýsir hins vegar yfir ánægju sinni með hátt hlutfall kvenna í sveitastjórnum, á þingi og meðal ráðherra. Hún lýsir einnig yfir ánægju sinni yfir ýmsum jafnréttisáætlunum á vegum ríkis og félagssamtaka.

Nefndin telur hefðbundin viðhorf um stöðu og hlutverk kynjanna á Íslandi gera það að verkum að konur eiga undir högg að sækja á atvinnumarkaði. Hafði nefndin sérstakar áhyggjur af því að bæði karlar og konur virtust sætta sig við launamun kynjanna.

Meðal fleiri atriði sem nefndin hefur áhyggjur af er áfengisneysla kvenna á Íslandi og að fleiri konur séu HIV smitaðar á Íslandi en karla. Einnig hafð nefndin áhyggjur af lágu hlutfalli kvenna í stjórnunarstörfum. Sem dæmi um það finnst nefndinni athugavert að þegar meirihluti háskólamenntaðs fólks hér á landi eru konur að svo fáar konur séu ráðandi í fræðasamfélaginu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Mannréttindaskrifstofu Íslands.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×