Innlent

Hráskinnaleikur á stjórnarheimilinu

Kristinn H. Gunnarsson er þingflokksformaður Frjálslynda flokksins.
Kristinn H. Gunnarsson er þingflokksformaður Frjálslynda flokksins.

Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, segir að í ljósi ákvörðun umhverfisráðherra að umhverfismat eigi að fara fram vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka verði ráðherra og ríkisstjórnin að skýra mál sitt gagnvart landsmönnum. Ekki síst gagnvart landsbyggðarfólki og sér í lagi gagnvart Þingeyingum. Kristinn spyr hvaða hráskinnaleikur sé í gangi á stjórnarheimilinu.

,,Umhverfisráðherra hefur sagt að ekki sé mögulegt að reisa nema eitt álver með þeim heimildum sem fyrir hendi eru í viðaukanum við Kyoto samkomulaginu. Ákvarðanir umhverfisráðherra stuðla að því að Helguvík komist á koppinn og nái þeim útblástursheimildum sem eftir eru og eftir sitji Þingeyingar með sárt ennið," segir Kristinn í grein sem ber heitið Helguvík en ekki Bakki á heimasíðu sinni.

Skrif Kristins H. Gunnarssonar má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×