Innlent

Keppni á Unglingalandsmótinu lokið

Ellefta Unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn verður slitið í kvöld með veglegri flugeldasýningu.

Keppni lauk nú undir kvöld og segja mótshaldarar að mjög mikil ánægja sé með mótshaldið í heild sinni. Mótshaldarar telja að um 10 þúsund manns hafi sótt mótið en um tíma í dag hafi fjöldinn verið mun meiri.

Í tilkynningu frá mótshöldurum kemur fram að keppendur og gestir hafi aldrei áður verið jafnmargir. Næsta unglingalandsmót verður haldin í Grundarfirði að ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×