Innlent

Um 12 þúsund manns á Þjóðhátíð

Mikill mannfjöldi er á þjóðhátíð í Eyjum og telur lögreglan að um tvö þúsund fleiri gestir séu í Herjólfsdal en í fyrra en þá voru þeir um tíu þúsund.

Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni og nokkuð um minniháttar stympingar. Tvö fíkniefnamál komu upp í Herjólfsdal og þá fékk einn að gista fangageymslur vegna ölvunar.

Fjöldi manna er einnig á Flúðum og þar kom nokkrum sinnum til stympinga milli manna. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var nóttin erilsöm. Einn ökumaður var tekinn með fíkniefni á þjóðveginum við Hveragerði og þrír aðrir stöðvaðir fyrir ölvunarakstur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×