Innlent

Vefsíða gegn áfengisauglýsingum opnuð

Árni Guðmundsson er formaður samtakanna.
Árni Guðmundsson er formaður samtakanna.

Fyrr í dag opnuðu Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum heimasíðu þar sem gefur að líta margskonar fróðleik svo sem greinar, fréttir og dóma sem tengjast áfengisauglýsingum.

Á síðunni er aðgengilegt kæruform þar sem hægt er að senda inn rafrænt kærur vegna brota á banni við áfengisauglýsingum. Foreldrasamtökin hvetja fólk eindregið til þess að notfæra sér þennan möguleika og tilkynna með þessum hætti um brot sem viðkomandi verður vitni að.

,,Áfengisauglýsingar eru boðflennur í tilveru barna og unglinga og sem þau eiga lögum samkvæmt rétt á að vera laus við. Á meðan að lögin eru ekki virt þá hvetja foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum alla þá fjölmörgu sem bera hag barna og unglinga fyrir brjósti sér að liggja ekki á liði sínu," segir í tilkynningu frá Árna Guðmundssyni, formanni samtakanna.

Heimasíðu Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er hægt að sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×