Fleiri fréttir

Der Spiegel hljóp á sig

Þýska vikublaðið Der Spiegel gerði þau pínlegu mistök að birta minningargrein um George Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þrátt fyrir að hann væri enn á lífi.

Flugritar eru nú rannsakaðir

Flugritar rússnesku flugvélarinnar sem hrapaði í Moskvu á laugardag eru nú rannsakaðir, ásamt eldsneytissýnum úr vélinni. Enn er ekki vitað hvað olli slysinu.

Bjóða þrjú kíló af gulli fyrir dráp

Deild Al-kaída í Jemen hefur lagt fé til höfuðs bandaríska sendiherranum í Sanaa og hermönnum Bandaríkjahers í landinu. Hverjum þeim sem tekst að drepa sendiherrann eða amerískan hermann er lofað tugþúsundum Bandaríkjadala.

Of erfitt að hlaupa í miðbæ Reykjavíkur

Skipuleggjendur Gamlárshlaups ÍR segja almenna ánægju með nýja hlaupaleið í iðnaðarhverfi borgarinnar, enda hafi verið erfitt að hlaupa í miðbænum. Þeir eru tilbúnir að endurskoða ákvörðun um að hætta að hlaupa í miðborginni fyrir hlaupið á næsta ári.

Vilja bann strax við öflugum skoteldum

Hversu mörgum líkamshlutum á vera leyfilegt að fórna?? Þannig spyrja fjórir læknar í umræðugrein í sænska læknablaðinu þar sem þeir lýsa sprengjuáverka sem 13 ára drengur hlaut um áramótin í fyrra. Flugeldur skaust í lærið á drengnum af 10 til 15 metra færi og tættist lærið í sundur.

Byssueign landans skilar Íslandi 15. sæti heimslistans

Almenningur í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi á fleiri byssur en hér gerist. Danir eiga miklu færri. Næstum níu af hverjum tíu Bandaríkjamönnum eiga skotvopn. Hér eru til byssur handa tæpum þriðjungi landsmanna samkvæmt samantekt Gunpolicy.org.

Hetjurnar í Sundhöll Reykjavíkur

Maður var hætt kominn í Sundhöll Reykjavíkur í gær. Snarræði sundlaugavarða varð honum til lífs. Vaktina hefur tvívegis bjargað fólki frá drukknun á um tveimur árum.

Skagfirðingar gera fiskroð að verðmætri hátískuvöru

Slorið úr íslenskum fiskvinnslum er orðið að verðmætri útflutningsvöru til frægustu hátískufyrirækja heimsins. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en þar var fyrirtækið Sjávarleður á Sauðárkróki heimsótt. Gestastofa sútarans er andlit fyrirtækisins og það hefur í raun farið furðu hljótt miðað við þann árangur sem það hefur náð á alþjóðavettvangi.

Of Monsters and Men verða gestir Kryddsíldar

Meðlimir hljómsveitarinnar Of Monsters and Men verða sérstakir gestir Kryddsíldar Stöðvar 2, sem sýnd verður á morgun, gamlársdag. Í hinum árlegu umræðum forystumanna stjórnmálaflokkanna taka þátt þau Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Þór Saari og Guðmundur Steingrímsson. Val Stöðvar 2 á Manni ársins verður kynnt í þættinum og áhorfendur fá að hlýða á tónlist Of Monsters and Men, jafnframt því sem rætt verður við hljómsveitarmeðlimi. Kynnir Kryddsíldar er Edda Andrésdóttir en þau Kristján Már Unnarsson og Lóa Pind Aldísardóttir stjórna umræðum. Útsendingin hefst klukkan tvö.

Betri ökumenn á ferðinni nú en oft áður

Alls hafa níu einstaklingar látið lífið í umferðarslysum það sem af er ári. Greining á slysum sem áttu sér stað í nóvember og desember stendur nú sem hæst en augljóst er að alvarlegum umferðarslysum fækkar verulega milli ára.

Viðgerðarmenn á leið vestur

Viðgerðarmenn voru fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar vestur á firði í dag. Samkvæmt upplýsingum úr stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fór þyrlan í loftið á öðrum tímanum.

Reykjanesbraut opin á ný

Opnað hefur verið fyrir umferð um Reykjanesbraut á ný. Sextíu farþegar voru um borð í rútu Kynnisferða sem eldur kom upp í á Reykjanesbrautinni í morgun.

Hættustigi aflétt víða

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að aflétta hættustigi almannavarna í umdæmi lögreglustjórana á Selfossi, Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og Akranes. Óveðrið sem geisar hefur síðustu daga hefur haft lítil áhrif á þessi svæði.

Sjúklingurinn kominn til Ísafjarðar

Björgunarsveitin Sæbjörg á Flateyri var kölluð til um hádegisbilið í dag til að fylgja sjúkrabifreið vegna ófærðar. Sjúklingurinn var fluttur sjóleiðina frá Flateyri að Holtsbryggju og þaðan frá Holti í Önundarfirði til Ísafjarðar þar sem honum var komið undir læknishendur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirðir gekk vel að flytja sjúklinginn. Það þurfti þó að fá snjóblásara á staðinn á Ísafirðir til að moka á undan sjúkrabílnum.

Fjölmörg snjóflóð hafa fallið

Veðurstofu hefur borist fjölmargar tilkynningar um snjóflóð á Vestfjarðarkjálkanum síðasta sólarhring. Snjóflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu segir að líklegt sé að tugir snjóflóða hafi fallið í Súðarvíkur- og Kirkjubólshlíðinni. Ljóst sé að mörg snjóflóð hafi fallið inn með dölum og upp til fjalla. Ekki er vitað til þess að snjóflóð hafi valdið skemmdum eða tjóni á svæðinu.

Sextíu farþegar í rútunni - Reykjanesbrautin enn lokuð

Sextíu farþegar voru um borð í rútu Kynnisferða sem eldur kom upp í á Reykjanesbrautinni í morgun. Engan sakaði og þökkuðu farþegar sínu sæla fyrir að búið var að seinka flugi. Reykjanesbrautin er enn lokuð en góð hjáleið er opin um vallahverfið í Hafnarfirði.

Víða ófært í dag

Veður mun ganga hægt niður í dag en áfram má búast við stormi með éljum og snjókomu vel fram eftir degi og hvassviðri í kvöld. Á Vestfjörðum eru vegir enn meira eða minna lokaðir og ófærir en hið sama er upp á teningnum víða um land.

Hataði múslima og hindúa

Lögreglan í New York hefur handtekið liðlega þrítuga konu sem grunuð er um að hafa hrint manni í veg fyrir neðanjarðarlest.

Konan jarðsungin í gær

Ung kona sem var fórnarlamb hópnauðgunar í strætisvagni í Delí á dögunum var jarðsungin í gær með líkbrennslu en hún lést á sjúkrahúsi í Singapore, þar sem hlúð hafði verið að sárum hennar.

Fremur rólegt hjá björgunarmönnum í nótt

Fremur rólegt var Slysavarnafélaginu Landsbjörg í nótt. Að sögn Gunnars Stefánssonar, starfandi framkvæmdastjóra, var björgunarsveitin á Flateyri kölluð út snemma í morgun til að aðstoða sjúkrabíl vegna ófærðar.

Símon Sigvaldason sakfellir nær alltaf

Athugun fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis leiddi í ljós að Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur aðeins sýknað í tveimur málum af síðustu þrjú hundruð og fjórum sakamálum sem hann hefur dæmt í. Sakfellingarhlutfallið hjá honum er því 99,4 prósent.

"Íbúar þessa lands mikilvægasti hlekkurinn í almannavarnakerfinu“

Vonskuveður geisar nú um nær allt land. Vestfirðir og Norðurland hafa farið einna verst út úr veðurofsanum en í dag hafa fjölmargir björgunarsveitarmenn, lögreglumenn, stjórnendur, tæknifólk og aðrir landsmenn tekið þátt í björgunarstörfum. Almannavarnir hvetja fólk til að stappa stálinu í hvort annað.

Björgunarsveitarmenn þurftu að hörfa

Sannkallað vonskuveður gekk yfir Vestfirði í dag en vindhraði mældist 51 metri á sekúndu í mestu hviðunum. Ísafjarðarbær er að hluta án rafmagns og þurftu björgunarsveitir frá að hverfa í dag vegna veðurs.

Rafmagn komið á hluta Ísafjarðar

Rafmagn er nú komið á hluta Ísafjarðar. Bæjarbúar hafa þurft að takast á við rafmagnsleysi frá því um hádegi í dag ásamt því að án heits vatns. Orkubúsmenn hafa unnið að viðgerðum á varaaflstöðum á Ísafirði og Bolungarvík í dag.

Verkefni björgunarsveita af ýmsum toga

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa víða verið að störfum í dag. Mest hefur verið að gera í Húnavatnssýslum, norðanverðum Vestfjörðum og á Snæfellsnesi. Hátt í 30 aðstoðarbeiðnir í Húnavatnssýslum og var Mest var að gera um hádegisbil í dag en ástandið róaðist þegar leið á daginn. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu voru verkefnin af öllum toga, allt frá brotnum rúðum í bílum upp í laus hlöðuþök. Þakplötur hafa víða losnað, þar á meðal á Blönduósi, Skagaströnd og Hvammstanga sem og í sveitum í kring.

Vindhviður allt að 50 metrum

Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir að hámarki veðurofsans á Vestfjörðum hafi verið náð á fimmta tímanum í dag.

Fáir á ferli í myrkvuðum Ísafjarðarbæ

"Við höfum bara haldið okkur heima," segir Halldór Halldórsson, formaður Samband Íslenskra sveitarfélaga og Ísfirðingur. "Við höfum nú ekki fundið fyrir kuldanum hingað til. Stuttu eftir að rafmagnið fór af þá kveiktum við bara í kamínunni þannig að það er funheitt hjá okkur."

Rafmagns- og heitavatnslaust á Ísafirði

Rafmagns- og hitavatnslaust er nú á Ísafirði og í Bolungarvík. Starfsmenn Orkubúsins vinna nú að viðgerðum á varaaflsvélum en þær biluðu fyrr í dag.

Maðurinn sem lést í Silfru

Maðurinn sem lést í köfunarslysi í Silfru í gær hét Björn Kolbeinsson og var fæddur 25. júlí 1977. Björn var ókvæntur og barnlaus.

Almannavarnir funda um óveðrið - Rýmingu aflétt á Patreksfirði

Almannavarnir funduðu með Veðurstofunni, Vegagerðinni, björgunarsveitum, lögreglunni og Neyðarlínunni nú í hádeginu. Farið var yfir stöðu mála á Vesturlandi og Norðurlandi þar sem aftakaveður er nú. Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarna, segir að rýmingu á einum reit á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu hafi verið aflétt. Þetta þýðir að 52 íbúar geta nú snúið aftur til heimila sinna.

Farþegaflugvél brotlenti í Moskvu

Farþegaflugvél brotlenti við Vnukovo-flugvöllinn í Moskvu á tólfta tímanum í dag. Tólf manns voru um borð í flugvélinni.

Líkamsárásum fjölgar og innbrotum fækkar

Innbrotum, umferðarslysum og tilkynningum um veggjakrot fækkar ár frá ári á höfuðborgarsvæðinu en líkamsárásum fjölgar. Þetta er meðal þess sem sjá má þegar rýnt er í bráðarbirgðatölur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Nóg um að vera hjá Björgunarsveitum

Björgunarsveitir hafa verið að störfum víða um land í morgun. Björgunarsveitamenn á vestanverðu landinu eru sammála um að minna hafi verið um að vera en þeir áttu von á. En mikið hefur bætt í vind undanfarna klukkustund og veður víða orðið snarvitlaust.

Þak að hrynja af fjósi í Önundarfirði

Björgunarfélag Ísafjarðar er nú á leið í Önundarfjörð þar sem hlaða er að hrynja af fjósi. Ellefu manna sveit fór til aðstoðar en um 70 gripir eru í fjósinu.

Sjá næstu 50 fréttir