Innlent

Rafmagn komið á hluta Ísafjarðar

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Rafmagn er nú komið á hluta Ísafjarðar. Bæjarbúar hafa þurft að takast á við rafmagnsleysi frá því um hádegi í dag ásamt því að án heits vatns. Orkubúsmenn hafa unnið að viðgerðum á varaaflstöðum á Ísafirði og Bolungarvík í dag.

Eins og greint hefur verið frá í dag hefur víða verið rafmagnslaust á Vestfjörðum í dag. Það stafar af því að flutningslína frá Mjólkárvirkjun til Ísafjarðar er biluð og flutningslína Landsnets til Vestfjarða er rofin í Dölum.

Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum hefur Orkubú Vestfjarða keyrt allar tiltækar varaflsvélar í dag en bilun kom upp í varaaflsvél á Ísafirði.

Ekki er hægt að segja til um hvenær þeirri viðgerð lýkur. Vegna veðurs er ljóst að truflanir verða á rafmagni fram eftir degi á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×