Innlent

Rán á Frakkastíg - starfsmaður hrakti þjófinn á brott með öxi

Tilraun til ráns var gerð á netkaffihúsinu Ground Zero við Frakkastíg laust eftir klukkan þrjú í dag. Ræninginn ógnaði Kristjáni Helga Magnússyni, starfsmanni, með slökkvitæki en hann svaraði í sömu mynt og hrakti þjófinn á brott.

„Hann kom hérna inn og greip í slökkvitæki," segir Kristján. „Hann hótaði að sprauta á okkur og lemja."

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, sem fengust stuttu eftir að atvikið átt sér, hafði ræninginn á brott með sér lítilræði af peningum. Starfsmaður Ground Zero segir þetta ekki vera rétt: „Hann hafði ekkert á brott með sér."

„Ég greip bara í öxi og hélt henni á lofti. Ég veit ekki hvaðan þessi öxi kom, hún var bara hérna. Held að hún hafi fundist hérna í nágrenninu."

Sp. blm. Og hann hljóp þá á brott? „Já, í raun og veru."

Lögreglan var þá kölluð á staðinn og tók hún skýrslu af starfsmönnum Ground Zero.

„Þeir eru með upptökur af þessu," segir Kristján en hann sagðist ekki vera í áfalli eftir ránstilraunina.

Samkvæmt lýsingu er maðurinn rúmlega tvítugur, í hettupeysu og íþróttabuxum. Maðurinn huldi andlit sitt meðan á ráninu stóð.

Málið er í rannsókn og telur lögregla sig vita hver maðurinn er. Sá grunaði er síbrotamaður og er hættulegur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×