Innlent

Sundlaugaverðir björguðu mannslífi í annað sinn

Sundlaugaverðir í Sundhöll Reykjavíkur komu karlmanni á sjötugsaldri til bjargar í gær. Þessi sama vakt kom dreng til bjargar fyrir tveimur árum.

Það voru sundlaugagestir sem köfuðu eftir manninum en hann lá meðvitundarlaus á botni laugarinnar.

Endurlífgun hófst síðan á sundlaugarbakkanum en það voru þau Bjarni Valtýsson, Ari Gunnarsson og Guðrún Sæmundsdóttir, sundlaugaverðir, sem stjórnuðu henni.

Maðurinn var seinna meir fluttur á sjúkrahús og hefur nú verið útskrifaður þaðan. Í samtali við fréttastofu sögðu sundlaugaverðirnir að þeirra vakt væri sú allra heppnasta.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×