Innlent

Þak að hrynja af fjósi í Önundarfirði

Björgunarfélag Ísafjarðar að leggja af stað til Önundarfjarðar.
Björgunarfélag Ísafjarðar að leggja af stað til Önundarfjarðar. Mynd/Eyþór Jóvinsson/Vestur.is
Björgunarfélag Ísafjarðar er nú á leið í Önundarfjörð þar sem hlaða er að hrynja af fjósi. Ellefu manna sveit fór til aðstoðar en um 70 gripir eru í fjósinu.

Það var fréttavefurinn Vestur sem greinir frá þessu.

Björgunarsveitin frá Flateyri var upphaflega boðuð á staðinn en seinna meir var útkallið dregið til baka. Ekki ráðlagt að senda björgunarsveitina af stað ef aðstoðar hennar þarfnast á Flateyri í dag. Veður er þar afar vont líkt og annars staðar á Vestfjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×