Erlent

Der Spiegel hljóp á sig

Enn á lífi Minningargreinin var birt fyrir mistök.Fréttablaðið/AP
Enn á lífi Minningargreinin var birt fyrir mistök.Fréttablaðið/AP
Þýska vikublaðið Der Spiegel gerði þau pínlegu mistök að birta minningargrein um George Bush eldri, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þrátt fyrir að hann væri enn á lífi.

Bush var lagður inn á spítala í lok nóvember vegna bronkítis og fékk á Þorláksmessu háan hita og var færður yfir á gjörgæsludeild.

Minningargreinin, sem birtist á vefsíðu blaðsins, var þar inni í nokkrar mínútur áður en glöggir netverjar náðu að gera viðvart.

Talsmaður Der Spiegel segir að um tæknileg mistök hafi verið að ræða og biðst afsökunar á fljótfærninni.- hva




Fleiri fréttir

Sjá meira


×