Skagfirðingar gera fiskroð að verðmætri hátískuvöru Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2012 19:46 Slorið úr íslenskum fiskvinnslum er orðið að verðmætri útflutningsvöru til frægustu hátískufyrirækja heimsins. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en þar var fyrirtækið Sjávarleður á Sauðárkróki heimsótt. Gestastofa sútarans er andlit fyrirtækisins og það hefur í raun farið furðu hljótt miðað við þann árangur sem það hefur náð á alþjóðavettvangi. Hver hefði til dæmis trúað því að íslenskt fiskroð væri komið utan á skó frá NIKE og Ecco, eða í handtöskur hátískufyrirtækja? Meðal viðskiptavina eru Prada, Dior, Lagerfeld, Helmut Lang og Alexander Wang. Fyrirtækið Sjávarleður á skagfirskar rætur en aðaleigendur eru fjölskylda á Dalvík ásamt hjónunum Gunnsteini Björnssyni og Sigríði Káradóttur, sem eru Skagfirðingar í húð og hár, og þau vinna bæði í fyrirtækinu. Fyrirtækið á sér 43 ára sögu en það var hópur manna undir forystu Pálma í Hagkaup og síðar einnig Eyjólfs Konráðs Jónssonar sem byggði upp sútunarverksmiðjuna Loðskinn til að verka gærur. Fyrir aldarfjórðungi hófu Skagfirðingar svo að prófa sig áfram með að verka fiskroð, - að nýta hráefni sem Íslendingar flokkuðu sem slor. Árangurinn hefur skilað sér í fyrirtæki sem á sér engan sinn líka í heiminum. Þar starfa núna 35 manns og er fyrirtækið orðið með þeim stærstu á Sauðárkróki. Gjaldeyristekjurnar eru orðnar drjúgar; salan á þessu ári stefnir í 700 miljónir króna og megnið til útlanda. Fyrirtækið er tvískipt. Fiskroðin eru verkuð í nafni Sjávarleðurs en í nafni Loðskinns eru sútaðar lambagærur, hreindýra-, nautgripa- og hrossaskinn, og raunar skinn af nánast öllum íslenskum spendýrum. Meira að sega uppáhaldshestarnir og heimiliskisur enda sem skinn á vegg. Í þættinum sýndi Karl Bjarnason sútari þennan þátt en hann er elsti starfsmaðurinn. Óvenjulegasta verkefnið er þó verkun á forhúð hvala fyrir karlmannaskó. Þáttinn í heild má sjá með því að smella á myndskeiðið hér að ofan. Sjávarútvegur Skagafjörður Um land allt Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Slorið úr íslenskum fiskvinnslum er orðið að verðmætri útflutningsvöru til frægustu hátískufyrirækja heimsins. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en þar var fyrirtækið Sjávarleður á Sauðárkróki heimsótt. Gestastofa sútarans er andlit fyrirtækisins og það hefur í raun farið furðu hljótt miðað við þann árangur sem það hefur náð á alþjóðavettvangi. Hver hefði til dæmis trúað því að íslenskt fiskroð væri komið utan á skó frá NIKE og Ecco, eða í handtöskur hátískufyrirtækja? Meðal viðskiptavina eru Prada, Dior, Lagerfeld, Helmut Lang og Alexander Wang. Fyrirtækið Sjávarleður á skagfirskar rætur en aðaleigendur eru fjölskylda á Dalvík ásamt hjónunum Gunnsteini Björnssyni og Sigríði Káradóttur, sem eru Skagfirðingar í húð og hár, og þau vinna bæði í fyrirtækinu. Fyrirtækið á sér 43 ára sögu en það var hópur manna undir forystu Pálma í Hagkaup og síðar einnig Eyjólfs Konráðs Jónssonar sem byggði upp sútunarverksmiðjuna Loðskinn til að verka gærur. Fyrir aldarfjórðungi hófu Skagfirðingar svo að prófa sig áfram með að verka fiskroð, - að nýta hráefni sem Íslendingar flokkuðu sem slor. Árangurinn hefur skilað sér í fyrirtæki sem á sér engan sinn líka í heiminum. Þar starfa núna 35 manns og er fyrirtækið orðið með þeim stærstu á Sauðárkróki. Gjaldeyristekjurnar eru orðnar drjúgar; salan á þessu ári stefnir í 700 miljónir króna og megnið til útlanda. Fyrirtækið er tvískipt. Fiskroðin eru verkuð í nafni Sjávarleðurs en í nafni Loðskinns eru sútaðar lambagærur, hreindýra-, nautgripa- og hrossaskinn, og raunar skinn af nánast öllum íslenskum spendýrum. Meira að sega uppáhaldshestarnir og heimiliskisur enda sem skinn á vegg. Í þættinum sýndi Karl Bjarnason sútari þennan þátt en hann er elsti starfsmaðurinn. Óvenjulegasta verkefnið er þó verkun á forhúð hvala fyrir karlmannaskó. Þáttinn í heild má sjá með því að smella á myndskeiðið hér að ofan.
Sjávarútvegur Skagafjörður Um land allt Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira