Innlent

Vindhviður allt að 50 metrum

Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir að hámarki veðurofsans á Vestfjörðum hafi verið náð á fimmta tímanum í dag.

Klukkan fjögur mældist vindhraði 51 metri á sekúndu í Æðey í Ísafjarðardjúpi. Lítillega mun draga úr vindi á Vestfjarðarkjálkanum í kvöld.

Vindur á höfuðborgarsvæðinu mun aftur á móti aukast nokkuð seinnipartinn og mun sú þróun halda áfram fram eftir kvöldi.

Að sama skapi mun hvessa verulega á norðausturlandi í nótt. Í fyrramálið mun síðan fara að hvessa á austurlandi.

Að mati Veðurstofu mun draga úr vindi á öllu landinu á morgun. Engu að síður verður hvasst víðast hvar fram eftir degi á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×