Innlent

"Íbúar þessa lands mikilvægasti hlekkurinn í almannavarnakerfinu“

Vonskuveður geisar nú um nær allt land. Vestfirðir og Norðurland hafa farið einna verst út úr veðurofsanum en í dag hafa fjölmargir björgunarsveitarmenn, lögreglumenn, stjórnendur, tæknifólk og aðrir landsmenn tekið þátt í björgunarstörfum. Almannavarnir hvetja fólk til að stappa stálinu í hvort annað.

„Mikilvægasti hlekkurinn í almannavarnakerfinu eru íbúar þessa lands," segir í fréttatilkynningu frá Almannavörnum. „Nú þegar margir sitja í myrkrinu og líður hugsanlega ekki vel þá eru góðir nágrannar og vinir verðmætir."

„Einnig eru margir sem ekki geta fylgst með fréttum eða nálgast upplýsingingar. Gott er að kanna hvernig þeir hafa það og sjá hvort stutt símtal eða önnur samskipti geta ekki létt lundina."

„Á slíkum náungakærleik hefur almannavarnakerfið Íslandi verið byggt upp."

Þá er einnig tekið fram að í dag eru 50 ár síðan fyrstu lög um almannavarnir voru samþykkt á Alþingi, þann 29. desember 1962.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×