Innlent

Sjúklingurinn kominn til Ísafjarðar

Björgunarsveitin Sæbjörg á Flateyri var kölluð til um hádegisbilið í dag til að fylgja sjúkrabifreið vegna ófærðar. Sjúklingurinn var fluttur sjóleiðina frá Flateyri að Holtsbryggju og þaðan frá Holti í Önundarfirði til Ísafjarðar þar sem honum var komið undir læknishendur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirðir gekk vel að flytja sjúklinginn. Það þurfti þó að fá snjóblásara á staðinn á Ísafirðir til að moka á undan sjúkrabílnum.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar haf verið á ferðinni í nót við að aðstoða fólk vegna veðurs. Björgunarsveitin Ernir á Bolungarvík ar kölluð út snemma í morgun þegar bátur slitnaði frá bryggju og rak á land. Vel gekk að koma böndum á hann og koma honum að bryggju. Kafarar fara í að skoða skemmdir á honum í hádeginu en ekki er gert ráð fyrir að hann hafi skemmst við þetta.

Þrátt fyrir að björgunarmenn og lögreglumenn hafi sinnt ýmsum verkefnum síðasta sólarhring vegna óveðursins hafa engin slys orðið á fólki eða óhöpp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×