Innlent

Rán á Frakkastíg - ógnaði starfsmanni með slökkvitæki

Rán var framið í söluturni við Frakkastíg á laust eftir klukkan þrjú í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu ógnaði karlmaður starfsmanni með slökkvitæki og náði lítilræði af peningum úr sjóðskassa.

Samkvæmt lýsingu er maðurinn rúmlega tvítugur, í hettupeysu og íþróttabuxum. Maðurinn huldi andlit sitt meðan á ráninu stóð og kastaði frá sér slökkvitækinu og hljóp á brott.

Málið er í rannsókn og telur lögregla sig vita hver maðurinn er. Sá grunaði er síbrotamaður og er hættulegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×