„Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2025 14:58 Bílar á vegum björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Mynd tengist frétt því ekki beint. Björgunarsveitir hjálpuðu þremur ferðamönnum á Fimmvörðuhálsi í nótt. Fólkið var orðið blautt, skalf af kulda og var varla gangfært. Einnig þurfti að aðstoða ferðamenn sem festu bíl í Stóru-Laxá í nótt og hafa björgunarsveitir sinnt tveimur útköllum á Snæfellsnesi í dag. Björgunarsveitir voru kallaðar út tvívegis fyrr í dag á Snæfellsnesi, annars vegar vegna báts sem slóst utan í bryggju og hins vegar vegna þaks sem hafði fokið á Hellissandi. „Fyrir utan lætin í Vestmannaeyjum í gærkvöldi voru tvær beiðnir sem bárust björgunarsveitunum,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu „Blaut, mjög köld og treystu sér ekki lengra“ „Annars vegar frá ferðamönnum sem höfðu fest bíl sinn í Stóru-Laxá inni á Hálendinu. Þangað fóru tvær björgunarsveitir og leystu það mál tiltölulega hratt og örugglega þó það væri erfitt að komast að þeim.“ „Síðan barst beiðni frá þremur ferðamönnum sem höfðu ætlað að ganga Fimmvörðuháls frá Skógum yfir í Þórsmörk, höfðu með sér tjald og höfðu hugsað sér að gista í tjaldi á leiðinni,“ sagði hann. „Veður var orðið þannig að það var ekki gerlegt og þau náðu ekki að hemja tjaldið til þess að tjalda því, voru orðin blaut, mjög köld og treystu sér ekki lengra.“ Varla gangfær og „skulfu eins og hríslur“ Björgunarsveitir fóru annars vegar gangandi upp úr Þórsmörk, Kattarhryggina og inn á Morinsheiði og hins vegar með því að keyra inn á Fimmvörðuhálsinn frá Skógum og voru komin að þeim um tvö í nótt. „Þá var ástandið orðið þannig að þau voru varla gangfær en með því að hlúa aðeins að þeim og nota hitateppi til að koma aðeins hita í þau aftur þá treystu þau sér til þess að ganga niður með björgunarsveitarmönnum,“ segir Jón Þór. „Þessu lauk nú ekki fyrr en á sjöunda tímanum í morgun,“ bætir hann við. Þau hafi verið köld, hrakin og illa á sig komin og heppin að ekki fór verr. „Ég held að þarna hafi verið aðstæður sem eru dæmigerðar fyrir það þegar fólk verður úti. Þau voru blaut, þeim var kalt og skulfu eins og hríslur. Ég held þau hafi verið þessari aðstoð fegin,“ segir hann. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Björgunarsveitir voru kallaðar út tvívegis fyrr í dag á Snæfellsnesi, annars vegar vegna báts sem slóst utan í bryggju og hins vegar vegna þaks sem hafði fokið á Hellissandi. „Fyrir utan lætin í Vestmannaeyjum í gærkvöldi voru tvær beiðnir sem bárust björgunarsveitunum,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu „Blaut, mjög köld og treystu sér ekki lengra“ „Annars vegar frá ferðamönnum sem höfðu fest bíl sinn í Stóru-Laxá inni á Hálendinu. Þangað fóru tvær björgunarsveitir og leystu það mál tiltölulega hratt og örugglega þó það væri erfitt að komast að þeim.“ „Síðan barst beiðni frá þremur ferðamönnum sem höfðu ætlað að ganga Fimmvörðuháls frá Skógum yfir í Þórsmörk, höfðu með sér tjald og höfðu hugsað sér að gista í tjaldi á leiðinni,“ sagði hann. „Veður var orðið þannig að það var ekki gerlegt og þau náðu ekki að hemja tjaldið til þess að tjalda því, voru orðin blaut, mjög köld og treystu sér ekki lengra.“ Varla gangfær og „skulfu eins og hríslur“ Björgunarsveitir fóru annars vegar gangandi upp úr Þórsmörk, Kattarhryggina og inn á Morinsheiði og hins vegar með því að keyra inn á Fimmvörðuhálsinn frá Skógum og voru komin að þeim um tvö í nótt. „Þá var ástandið orðið þannig að þau voru varla gangfær en með því að hlúa aðeins að þeim og nota hitateppi til að koma aðeins hita í þau aftur þá treystu þau sér til þess að ganga niður með björgunarsveitarmönnum,“ segir Jón Þór. „Þessu lauk nú ekki fyrr en á sjöunda tímanum í morgun,“ bætir hann við. Þau hafi verið köld, hrakin og illa á sig komin og heppin að ekki fór verr. „Ég held að þarna hafi verið aðstæður sem eru dæmigerðar fyrir það þegar fólk verður úti. Þau voru blaut, þeim var kalt og skulfu eins og hríslur. Ég held þau hafi verið þessari aðstoð fegin,“ segir hann.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira