Erlent

Flugritar eru nú rannsakaðir

Fjórir látnir Vélin rann til í lendingu og endaði á umferðargötu.Fréttablaðið/ap
Fjórir látnir Vélin rann til í lendingu og endaði á umferðargötu.Fréttablaðið/ap
Flugritar rússnesku flugvélarinnar sem hrapaði í Moskvu á laugardag eru nú rannsakaðir, ásamt eldsneytissýnum úr vélinni. Enn er ekki vitað hvað olli slysinu.

Í flugvélinni voru ekki aðrir en áhöfn hennar. Hún rann til á flugbraut Vnukovo-flugvallarins í lendingu og út á nærliggjandi umferðargötu þar sem kviknaði í henni. Fjórir sem um borð voru létu lífið.

Alls voru átta manns um borð. Hinn helmingur áhafnarinnar liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu.- hva




Fleiri fréttir

Sjá meira


×