Erlent

Hataði múslima og hindúa

MYND/AP
Lögreglan í New York hefur handtekið liðlega þrítuga konu sem grunuð er um að hafa hrint manni í veg fyrir neðanjarðarlest.

Konan, Erika Menendez er sökuð um morð að yfirlögðu ráði en hún er sögð hata múslima og hindúa.

Fórnarlamb hennar var 46 ára gamall maður sem átti uppruna sinn að rekja til Indlands. Vitni segja að hann hafi staðið á brautarpalli í Queens hverfinu þegar konan ýtti honum á teinana, rétt áður en lestin kom inn á stöðina.

Lögregla segir að Menendez hafi viðurkennt ódæðið við yfirheyrslur. Morð af þessum toga eru yfirleitt óalgeng í New York en þó er þetta í annað sinn sem slíkt gerist í þessum mánuði í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×