Vilja bann strax við öflugum skoteldum 31. desember 2012 06:00 Unnur Úlfarsdóttir hjá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi. fréttablaðið/Anton Brink Hversu mörgum líkamshlutum á vera leyfilegt að fórna?? Þannig spyrja fjórir læknar í umræðugrein í sænska læknablaðinu þar sem þeir lýsa sprengjuáverka sem 13 ára drengur hlaut um áramótin í fyrra. Flugeldur skaust í lærið á drengnum af 10 til 15 metra færi og tættist lærið í sundur. Að sögn læknanna brotnaði lærbein drengsins á þremur stöðum auk þess sem vöðvarnir soðnuðu bókstaflega í sundur vegna hitans af brennandi málmhlutum í flugeldinum. Taka varð fótlegginn af drengnum rétt neðan við nára. Í viðtali við sænska ríkisútvarpið segir einn læknanna, Carl Johan Tiderius, að það hefði verið eins og drengurinn, sem fór út að horfa á flugelda með mömmu sinni, hefði stigið á jarðsprengju eða fengið sprengikúlu í lærið. Læknarnir krefjast þess að leyfilegt hámarksmagn sprengiefna í öflugustu skoteldunum, sem nú er 250 g í Svíþjóð, verði strax minnkað í 75 g en ekki eftir fimm ár eins og tekin hefur verið ákvörðun um. Vitna læknarnir í reglur MSB, Myndigheten för samhällsskydd och beredskap, frá 2010. Í frétt á vef Svenska Dagbladet segir að öflugustu skoteldarnir verði bannaðir innan Evrópusambandsins, ESB, eftir fimm ár. Ekki er útilokað að bannið verði sett á í Svíþjóð fyrir árið 2017, að sögn Ingemars Malmström, hjá MSB. Á Íslandi er í gildi reglugerð nr. 952/2003 um skotelda. Í reglugerðinni er ekki getið um leyfilegt hámarksmagn sprengiefnis í skoteldum sem eru flokkaðir í fjóra flokka, allt frá skoteldum sem skapa litla hættu til öflugra skotelda. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um vopn, sprengiefni og skotelda þar sem vísað er í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins.„Ég veit að Bretar eru búnir að taka ákvörðun um að minnka leyfilegt hámarksmagn sprengiefna í flugeldum. Stærstu raketturnar sem eru á markaði hér eru í 250 g flokki, að ég held," segir Örn Árnason flugeldasali. ibs@frettabladid.is Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Sjá meira
Hversu mörgum líkamshlutum á vera leyfilegt að fórna?? Þannig spyrja fjórir læknar í umræðugrein í sænska læknablaðinu þar sem þeir lýsa sprengjuáverka sem 13 ára drengur hlaut um áramótin í fyrra. Flugeldur skaust í lærið á drengnum af 10 til 15 metra færi og tættist lærið í sundur. Að sögn læknanna brotnaði lærbein drengsins á þremur stöðum auk þess sem vöðvarnir soðnuðu bókstaflega í sundur vegna hitans af brennandi málmhlutum í flugeldinum. Taka varð fótlegginn af drengnum rétt neðan við nára. Í viðtali við sænska ríkisútvarpið segir einn læknanna, Carl Johan Tiderius, að það hefði verið eins og drengurinn, sem fór út að horfa á flugelda með mömmu sinni, hefði stigið á jarðsprengju eða fengið sprengikúlu í lærið. Læknarnir krefjast þess að leyfilegt hámarksmagn sprengiefna í öflugustu skoteldunum, sem nú er 250 g í Svíþjóð, verði strax minnkað í 75 g en ekki eftir fimm ár eins og tekin hefur verið ákvörðun um. Vitna læknarnir í reglur MSB, Myndigheten för samhällsskydd och beredskap, frá 2010. Í frétt á vef Svenska Dagbladet segir að öflugustu skoteldarnir verði bannaðir innan Evrópusambandsins, ESB, eftir fimm ár. Ekki er útilokað að bannið verði sett á í Svíþjóð fyrir árið 2017, að sögn Ingemars Malmström, hjá MSB. Á Íslandi er í gildi reglugerð nr. 952/2003 um skotelda. Í reglugerðinni er ekki getið um leyfilegt hámarksmagn sprengiefnis í skoteldum sem eru flokkaðir í fjóra flokka, allt frá skoteldum sem skapa litla hættu til öflugra skotelda. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um vopn, sprengiefni og skotelda þar sem vísað er í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins.„Ég veit að Bretar eru búnir að taka ákvörðun um að minnka leyfilegt hámarksmagn sprengiefna í flugeldum. Stærstu raketturnar sem eru á markaði hér eru í 250 g flokki, að ég held," segir Örn Árnason flugeldasali. ibs@frettabladid.is
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Sjá meira