Innlent

Óvíst hvenær viðgerðir geta hafst - nokkrir rafmagnsstaurar hafa brotnað

mynd/Landsbjörg
Rarik beinir því til íbúa í Snæfellsbæ að fara sparlega með rafmagn til að bæði auðvelda starfsmönnum að koma rafmagni á aftur og að fyrirbyggja skömmtum.

Rafmagn komst á hluta Staðarsveitarlínu að Bláfeldi, vinnuflokkur hefur bundið brotin staur við Húsanes og bilaða tengingu.

Hefst viðgerð um leið og tækifæri gefst. Ragmagnslaust hefur í Staðasveit frá því klukkan sjö í morgun. Erfiðlega gengur að koma rafmagni á Saurbæjarlínu en vinnuflokkur Rarik í Búðardal hefur fundið brotinn staur og slá við Neðri Brekku í Saurbæ.

Þá fundust einnig fjórir brotnir staurar við Svínaskóg á Fellsströnd. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik er veður afar slæmt á svæðinu og er erfitt að segja hvenær viðgerðir geta hafist.

Þá er unnið að því að koma varavélum til notenda í Ólafsvík, Hellissandi og Rifi, en rafmagn er komið á hjá flestum á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×