Innlent

Of Monsters and Men verða gestir Kryddsíldar

Meðlimir hljómsveitarinnar Of Monsters and Men verða sérstakir gestir Kryddsíldar Stöðvar 2, sem sýnd verður á morgun, gamlársdag. Hljómsveitin hefur farið sigurför um heiminn að undanförnu og meðal annars tvívegis mætt í þátt Jay Leno á árinu.

Í hinum árlegu umræðum forystumanna stjórnmálaflokkanna taka þátt þau Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Þór Saari og Guðmundur Steingrímsson.

Val Stöðvar 2 á Manni ársins verður kynnt í þættinum og áhorfendur fá að hlýða á tónlist Of Monsters and Men, jafnframt því sem rætt verður við hljómsveitarmeðlimi.

Kynnir Kryddsíldar er Edda Andrésdóttir en þau Kristján Már Unnarsson og Lóa Pind Aldísardóttir stjórna umræðum. Útsendingin hefst klukkan tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×