Innlent

Rafmagns- og heitavatnslaust á Ísafirði

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. MYND/haG
Rafmagns- og hitavatnslaust er nú á Ísafirði og í Bolungarvík. Starfsmenn Orkubúsins vinna nú að viðgerðum á varaaflsvélum en þær biluðu fyrr í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum hefur vélkeyrslumaður yfirgefið rafstöðina vegna snjóflóðahættu.

Á Ísafirði gengur viðgerðarmönnum erfiðlega að koma díselvélum í gang og er því erfitt að segja hvenær afl kemst á varastöðina, samkvæmt upplýsingum frá Orkubúinu.

Rafmagn fór af í Árneshreppi og á Ströndum um sexleitið í morgun og telja orkubúsmenn nú að rafmagnslína sé slitin.

Fram kemur á vef Litla Hjalla að viðgerðir geti ekki hafist fyrr en veðrinu slotnar. Þannig að rafmagnslaust gæti orðið Í Árneshreppi í allt að þrjá sólarhringa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×