Innlent

Fólk beðið um að fylgjast með snjóhengjum

Tiltölulega rólegt hefur verið hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í dag og lítil um útköll.

Spáð er norðan tíu til átján metrum á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu í dag, hvassast á Kjalarnesi.

Gert ráð fyrir því að það fari að lægja seint á morgun. Skýjað með köflum og frost 0 til 5 stig.

Slökkviliðið vill minna fólk á að fylgjast vel með snjóhengjum sem myndast geta á húsþökum. Þær geti myndað hættu, sérstaklega á fjölförnum göngugötum. Þá er æskilegt að lemja snjóþekjurnar niður ef völ er á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×