Almannavarnir funda um óveðrið - Rýmingu aflétt á Patreksfirði 29. desember 2012 13:55 Almannavarnir funduðu með Veðurstofunni, Vegagerðinni, björgunarsveitum, lögreglunni og Neyðarlínunni nú í hádeginu. Farið var yfir stöðu mála á Vesturlandi og Norðurlandi þar sem aftakaveður er nú. Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarna, segir að rýmingu á einum reit á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu hafi verið aflétt. Þetta þýðir að 52 íbúar geta nú snúið aftur til heimila sinna. Björgunarsveitir verða í viðbragðsstöðu fram eftir degi en veðurofsinn mun ná hámarki sínu um miðjan dag. Víðtækt rafmagnsleysi er á Vestfjörðum vegna bilunar nærri Mjólkárvirkjun. Starfsmenn virkjunarinnar hafa reynt að komast að biluninni til viðgerðar en orðið frá að hverfa vegna óveðursins. Víðir segir að langvarandi rafmagnsleysi á Vestfjörðum og Snæfellsnesi gæti haft slæmar afleiðingar í för með sér. Þannig gæti truflun orðið á samskiptum þegar líður á daginn. Hann bendir engu að síður á að landlínur sé enn virkar. Hátt í 50 björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum frá miðnætti og hafa verkefnin verið af ýmsum toga. Eins og fram hefur komið í dag er ekkert ferðaveður á Vestfjörðum og Norðurlandi. Snjóflóðahætta er á vegum um Súðavíkurhlíð, Eyrarhlíð, Botnsdal og víðar. Á Norðurlandi er Siglufjarðarvegur og vegurinn um Ólafsfjarðarmúla lokaðir. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er óveður allt frá Mýrum norður um Vesturland, um allan Vestfjarðarkjálkann og allt austur á Tröllaskaga. Rétt sunnan við land er lægðarbóla sem enn sem komið er kemur í veg fyrir að norðaustanvindstrengurinn nái inn á höfuðborgarsvæðið. Lítið þarf að breytast til þess að veðrið á höfuðborgarsvæðinu versni til mikilla muna frá því sem nú er. Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Almannavarnir funduðu með Veðurstofunni, Vegagerðinni, björgunarsveitum, lögreglunni og Neyðarlínunni nú í hádeginu. Farið var yfir stöðu mála á Vesturlandi og Norðurlandi þar sem aftakaveður er nú. Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarna, segir að rýmingu á einum reit á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu hafi verið aflétt. Þetta þýðir að 52 íbúar geta nú snúið aftur til heimila sinna. Björgunarsveitir verða í viðbragðsstöðu fram eftir degi en veðurofsinn mun ná hámarki sínu um miðjan dag. Víðtækt rafmagnsleysi er á Vestfjörðum vegna bilunar nærri Mjólkárvirkjun. Starfsmenn virkjunarinnar hafa reynt að komast að biluninni til viðgerðar en orðið frá að hverfa vegna óveðursins. Víðir segir að langvarandi rafmagnsleysi á Vestfjörðum og Snæfellsnesi gæti haft slæmar afleiðingar í för með sér. Þannig gæti truflun orðið á samskiptum þegar líður á daginn. Hann bendir engu að síður á að landlínur sé enn virkar. Hátt í 50 björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum frá miðnætti og hafa verkefnin verið af ýmsum toga. Eins og fram hefur komið í dag er ekkert ferðaveður á Vestfjörðum og Norðurlandi. Snjóflóðahætta er á vegum um Súðavíkurhlíð, Eyrarhlíð, Botnsdal og víðar. Á Norðurlandi er Siglufjarðarvegur og vegurinn um Ólafsfjarðarmúla lokaðir. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er óveður allt frá Mýrum norður um Vesturland, um allan Vestfjarðarkjálkann og allt austur á Tröllaskaga. Rétt sunnan við land er lægðarbóla sem enn sem komið er kemur í veg fyrir að norðaustanvindstrengurinn nái inn á höfuðborgarsvæðið. Lítið þarf að breytast til þess að veðrið á höfuðborgarsvæðinu versni til mikilla muna frá því sem nú er.
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira