Almannavarnir funda um óveðrið - Rýmingu aflétt á Patreksfirði 29. desember 2012 13:55 Almannavarnir funduðu með Veðurstofunni, Vegagerðinni, björgunarsveitum, lögreglunni og Neyðarlínunni nú í hádeginu. Farið var yfir stöðu mála á Vesturlandi og Norðurlandi þar sem aftakaveður er nú. Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarna, segir að rýmingu á einum reit á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu hafi verið aflétt. Þetta þýðir að 52 íbúar geta nú snúið aftur til heimila sinna. Björgunarsveitir verða í viðbragðsstöðu fram eftir degi en veðurofsinn mun ná hámarki sínu um miðjan dag. Víðtækt rafmagnsleysi er á Vestfjörðum vegna bilunar nærri Mjólkárvirkjun. Starfsmenn virkjunarinnar hafa reynt að komast að biluninni til viðgerðar en orðið frá að hverfa vegna óveðursins. Víðir segir að langvarandi rafmagnsleysi á Vestfjörðum og Snæfellsnesi gæti haft slæmar afleiðingar í för með sér. Þannig gæti truflun orðið á samskiptum þegar líður á daginn. Hann bendir engu að síður á að landlínur sé enn virkar. Hátt í 50 björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum frá miðnætti og hafa verkefnin verið af ýmsum toga. Eins og fram hefur komið í dag er ekkert ferðaveður á Vestfjörðum og Norðurlandi. Snjóflóðahætta er á vegum um Súðavíkurhlíð, Eyrarhlíð, Botnsdal og víðar. Á Norðurlandi er Siglufjarðarvegur og vegurinn um Ólafsfjarðarmúla lokaðir. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er óveður allt frá Mýrum norður um Vesturland, um allan Vestfjarðarkjálkann og allt austur á Tröllaskaga. Rétt sunnan við land er lægðarbóla sem enn sem komið er kemur í veg fyrir að norðaustanvindstrengurinn nái inn á höfuðborgarsvæðið. Lítið þarf að breytast til þess að veðrið á höfuðborgarsvæðinu versni til mikilla muna frá því sem nú er. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Almannavarnir funduðu með Veðurstofunni, Vegagerðinni, björgunarsveitum, lögreglunni og Neyðarlínunni nú í hádeginu. Farið var yfir stöðu mála á Vesturlandi og Norðurlandi þar sem aftakaveður er nú. Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarna, segir að rýmingu á einum reit á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu hafi verið aflétt. Þetta þýðir að 52 íbúar geta nú snúið aftur til heimila sinna. Björgunarsveitir verða í viðbragðsstöðu fram eftir degi en veðurofsinn mun ná hámarki sínu um miðjan dag. Víðtækt rafmagnsleysi er á Vestfjörðum vegna bilunar nærri Mjólkárvirkjun. Starfsmenn virkjunarinnar hafa reynt að komast að biluninni til viðgerðar en orðið frá að hverfa vegna óveðursins. Víðir segir að langvarandi rafmagnsleysi á Vestfjörðum og Snæfellsnesi gæti haft slæmar afleiðingar í för með sér. Þannig gæti truflun orðið á samskiptum þegar líður á daginn. Hann bendir engu að síður á að landlínur sé enn virkar. Hátt í 50 björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum frá miðnætti og hafa verkefnin verið af ýmsum toga. Eins og fram hefur komið í dag er ekkert ferðaveður á Vestfjörðum og Norðurlandi. Snjóflóðahætta er á vegum um Súðavíkurhlíð, Eyrarhlíð, Botnsdal og víðar. Á Norðurlandi er Siglufjarðarvegur og vegurinn um Ólafsfjarðarmúla lokaðir. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er óveður allt frá Mýrum norður um Vesturland, um allan Vestfjarðarkjálkann og allt austur á Tröllaskaga. Rétt sunnan við land er lægðarbóla sem enn sem komið er kemur í veg fyrir að norðaustanvindstrengurinn nái inn á höfuðborgarsvæðið. Lítið þarf að breytast til þess að veðrið á höfuðborgarsvæðinu versni til mikilla muna frá því sem nú er.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira