Erlent

Farþegaflugvél brotlenti í Moskvu

Farþegaflugvél brotlenti við Vnukovo-flugvöllinn í Moskvu á tólfta tímanum í dag. Tólf manns voru um borð í flugvélinni.

Rússneskir ríkisfjölmiðlar fullyrða að tveir hið minnsta hafi farist. Þá er talið að flugvélin hafi komið á miklum hraða að flugbrautinni og hafnað á hraðbraut skammt frá flugvellinum.

Sjónarvottar hafa birt fjölmargar ljósmyndir af flaki flugvélarinnar á samskiptamiðlinum Twitter. Augljóst er að flugvélin er mikið löskuð.

Talið er að stél og flugstjórnarklefi hennar hafi brotnað af bolnum þegar hún brotlenti. Þá loguðu eldar víða á hraðbrautinni.

Óstaðfestar fregnir herma að vélin hafi verið á leið frá Tékklandi til Moskvu með átta farþega og fjóra flugliða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×