Innlent

Víða ófært í dag

Veður mun ganga hægt niður í dag en áfram má búast við stormi með éljum og snjókomu vel fram eftir degi og hvassviðri í kvöld. Á Vestfjörðum eru vegir enn meira eða minna lokaðir og ófærir en hið sama er upp á teningnum víða um land.

Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Hálkublettir eru á Suðurstrandarvegi og víðar á Suðurlandi en snjóþekja er á Mofellsheiði. Hálkublettir og óveður er á Kjalarnesi.

Á Snæfellsnesi er Fróðárheiði ófær en annars er hálka mjög víða á nesinu. Á Holtavörðuheiði er hálka og skafrenningur en ófært er á Bröttubrekku en unnið er að mokstri.

hálka er í Húnavatnssýslum og éljagangur. Ófært er frá Hofsósi út í Fljót en síðan er Siglufjarðarvegur lokaður utan Fljóta vegna snjóflóðahættu, og Ólafsfjarðarmúli sömuleiðis. Ófært er svo á Vatnsskarði, í Héðinsfirði, milli Dalvíkur og Akureyrar og á Öxnadalsheiði.

Um Norðvesturland eru flestir vegir ófærir.

Á Austurlandi er ófært á Vopnafjarðarheiði, Möðrudalsöræfum og í Jökuldal. Þæfingur og skafrenningur er á Fjarðarheiði og í Fagradal en hálka og skafrenningur á Oddskarði.

Annars er víða hálka eða snjóþekja og víða éljagangur. Aftur á móti eru vegir auðir á Suðausturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×