Innlent

Reykjanesbraut opin á ný

Opnað hefur verið fyrir umferð um Reykjanesbraut á ný. Sextíu farþegar voru um borð í rútu Kynnisferða sem eldur kom upp í á Reykjanesbrautinni í morgun.

Bílstjóri stöðvaði bílinn við Haukaheimilið þegar hann fann reykjarlykt. Mikil olía lak á veginn en hálka myndaðist einnig í kjölfar slökkvistarfa.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu hefur rútan nú verið fjarlægð. Farþegar rútunnar fóru með annarri rútu til Keflavíkur þar sem það var á leið í flug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×