Innlent

Sextíu farþegar í rútunni - Reykjanesbrautin enn lokuð

Karen Kjartansdóttir skrifar
Sextíu farþegar voru um borð í rútu Kynnisferða sem eldur kom upp í á Reykjanesbrautinni í morgun. Engan sakaði og þökkuðu farþegar sínu sæla fyrir að búið var að seinka flugi. Reykjanesbrautin er enn lokuð en góð hjáleið er opin um vallahverfið í Hafnarfirði.

Þaulvanur bílstjóri var við stýri í rútunni. Hann stöðvaði bílinn samstundis út í vegkanti skammt frá Haukaheimilinu í Hafnarfirði þegar hann fann reykjarlykt og bað farþegana sem voru á leið út á flugvöll vinsamlegast að stíga út. Farþegarnir urðu því ekki varir við eldinn fyrr en eftir að þeir komu út. Þeir munu hafa verið hinir rólegustu en þakkað sínu sæla fyrir að búið var að seinka flugi þeirra. Önnur rúta var strax send á staðinn sem kom fólkinu fljótlega á Keflavíkurflugvöll.

Mikil olía lak á veginn auk þess sem hálka myndaðist á veginum eftir að slökkvilið hafði lokið störfum á svæðinu.

Því þurfti að loka Reykjanesbrautinni í báðar áttir eftir brunann og hefur ekki enn verið hægt að opna leiðina á ný þar sem hreinsunarstarfi er ekki lokið. Lögregla telur að hægt að opna veginn um klukkan hálf eitt eða eitt en bendir á að góð hjáleið sé opin um vallahverfið í Hafnarfirði.

Agnar Daníelsson er framkvæmdastjóri Kynnisferða. Greiðlega gekk að koma fólkinu út úr rútunni og fór það með annarri rútu til Keflavíkur þar sem það var á leið í flug




Fleiri fréttir

Sjá meira


×